Aldan

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Ég er bara næstum því flutt... eftir hádegi á morgun þá verður næstum því ekkert eftir í íbúðinni, bara eftir að þrífa hana!! Ég hlakka svo til! Fæ auðvitað ekkert að sofa fyrr en það er búið að flytja öll húsgögnin.... en ég fæ mér góðan lúr þá!!! Við Anna erum búnar að rosalega duglegar!! Erum búnar að vera tvær að flytja næstum allt okkar hafurtask!! Hefur líka tekið 3 daga!! Ákváðum að gera þetta svona í stað þess að fá bíl, gátum gert þetta á okkar hraða og þá fara ekki kassarnir á flakk hingað og þangað!

Þessi vika er búin að vera geðveiki!!

Asparfell
Eitthvað sel
Aðalland
Barónsstígur
Hamraborg
Ásland
Bjarg
Breiðabólstaður
Iðufell
Skeljagrandi
Breiðabólstaður
Iðufell
Breiðabólstaður
Iðufell
Nýlendugata
Bergþórugata
Fannafold
Grensásvegur
Jakasel
Fannafold
Yrsufell
Fannafold
Skúlagata
Skólavörðustígur
Núverandi addressa

Já... þetta er svona nokkurn veginn ferðasagan mín!! Þetta verður þá líklega (ef ég hef talið rétt) í 25 skiptið sem ég flyt! Og það á 25. aldursárinu mínu!! Tel þau skipti sem ég hef flutt allt mitt dót með á milli staða!! Ég ætti að vera orðin sérfræðingur!!

4 Comments:

  • Ég ætla að vona að það séu ekki svona oft í framtíðinni líka.

    By Blogger Unknown, at 11:47 e.h.  

  • jáhh ég mundi eftir flestum þessum stöðum frá því við kynntumst, nema jakaselinu, varð að hugsa vel og lengi þangað til ég fattaði hvaða staður það var... Og þar var haldið magnað pizzu og videopartý ekki satt ;)
    kv Arna

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:39 e.h.  

  • Já.. það er alveg rétt hjá þér!! Ég hefðí átt að segja: þar sem ég er orðin 25 ára!! Er greinilega ekki búin að venjast þessu enda bara nýbúin að eiga afmæli
    ;)

    By Blogger Aldan, at 11:49 f.h.  

  • vá, þetta er svakalegur listi.
    Úff, mér finnst nóg að hafa búið á 4 stöðum á 4 árum.

    Já Alda mín, núna líður brátt að því að við förum að segjast vera yngri en við erum. En ef við viljum vera ungar, þá er best að spyrja ömmu mína hvað mar sé gamall. Ég er 18 ára og systir mín sem er 38 ára er 25 ára.

    kv. hanna

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home