Aldan

sunnudagur, mars 27, 2005

OHHHH Practical Magic.... Purrrrr.... hún er svo æðisleg!!!

Föstudagurinn langi? Föstudagurinn langi.. nei það ætti sko að vera laugardagurinn langi.. man ekki eftir að vaktin hafi verið svona lengi að líða áður!! Silast áfram eins og snigill í kapphlaupi... Ég þarf sem betur fer ekki að mæta aftur í vinnu fyrr en eftir tvær vikur!!!

Hápunktur gærdagsins var að ég sá hann Ron Perlman á Laugaveginum.. ekki bara einu sinni heldur þrisvar... hehe.. var svaka töff með risa vindil í kjaftinum!! Þetta var svona smá Schwartzenegger móment! I feel special!

Planið í kvöld er að liggja fyrir framan sjónvarpið og slappa af, kannski japla á einu páskaeggi eða svo.... The Terminal, Man on Fire og the Incredibles eru á dagskránni í dag og kvöld!! Þetta verður kósý kvöld!

Mig langar í chihuahua og líka silki terrier.. sérstaklega þennan sem ég sá út í búð í gær.. hann var gorgeous!!

föstudagur, mars 25, 2005

Alla, Ollý, Anna og ég.... svona er vaktin Föstudaginn Langa.... soldil þreyta komin í mann.. 3 fyllirísvaktin í viðbót.. með fyllirísvaktin meina ég ekki að við séum að drekka.. heldur bara allir aðrir... orðin slæm á tauginni og skapstygg með meiru.. svo bætir það ekki á, að ég er að drepast í löppinni og sé eftir að hafa ekki farið upp á slysó í dag... hver tímir að borga einhvern 5 þús kall fyrir 2 klst bið og sjúkrabindi.. not me... mér óglatt..

Hvernig væri að hressa mig við??

fimmtudagur, mars 24, 2005

Heyrði okkar framlag í Júróvisíón áðan í fyrsta skipti.. ég held bara að við tökum þetta nema við verðum kærð fyrir ritstuld.. hljómaði mjög líkt afrakstri sænska listamannsins E-Type... en ég hef einnig heyrt að þetta sé mjög líkt lagi sem fræg rokkhljómsveit gaf út en ég bara veit ekkert um það.. Selma er núna víst kölluð Selma Spears samkvæmt einhverjum útvarpssnúðnum!

Vinkvennahittingur... það var eldað og borðað og spjallað.. mjög gaman.. reyndar gerðum við mest lítið af því að elda.. Ásta sá bara um það... og svo stakk ég af áður en var vaskað upp.. (allt planað)!! Mikið slúður... síðan voru gerð drög að sumarplönum sem rædd verða betur síðar.. mjög líklega í boði Öldunnar, þar sem nú eru komnir 7 mánuðir síðan hún flutti í eigið húsnæði þá finnst Herfunum kominn tími á að hún bjóði þeim í heimsókn!!

Fékk nýtt tól í vinnunni.. fyrsta í næstum 4 ár! Voða stolt af því!! Það beið mín líka páskaegg í vinnunni... nú er þessi staður alveg að standa sig!!

föstudagur, mars 11, 2005

Ædolið í kvöld! Er ekki viss um að ég vilji taka afstöðu... er nokk sama hver vinnur.. reyndar þoli ég aðra manneskjuna ekki en mér er samt alveg sama þótt hún vinni! Ætli þetta fari ekki bara eftir frammistöðu keppenda í kvöld! Planið er að fara upp í sveit í smá partý... var reyndar líka boðið með vinnunni.... svo þarf ég samt að mæta á vakt þannig ég missi örugglega af helmingnum nema mér takist að redda því að fá að mæta seinna.

Árshátíðin er svo á morgun... er byrjuð að hlakka mjög til... allt virðist líta voða spennandi út... flottur matseðill og flott þema: Hollýwúd... svo er manni náttla boðið upp á allt.. ekki er það nú verra...

Við Anna fjárfestum í tölvu í gær! Ætlaði að reyna að réttlæta það fyrir sjálfri mér og samstarfsfélögum í gær.. gat það ekki... endaði bara á því að segja: því okkur langaði í nýja tölvu! hehe... ekki er það nú verri ástæða en margt annað. Flottur flatur skjár og alles.

Er búin að vera önnum kafin við að lána Lost þættina mína... viti menn.. það verður byrjað að sýna þá á Rúv í næsta mánuði!! Hehe.. alveg týpískt... þetta er bara Dead like me all over again! O jæja... listinn virðist samt enn vera að lengjast...

Arna vinkona er úti í Boston! Vona að hún muni eftir að kaupa 8 Ball handa mér!! hehe.... það er aldeilis ferðalag á minni.. hún kemur á mánudag frá Boston og er svo á leið til Englands daginn eftir.. reyndar er hún að flytja þangað... vonandi náum við Álfrún að heimsækja hana þangað í sumar!

Bónus ferðin mín í gær verður vonandi aldrei endurtekin! Fór inn að kaupa appelsínu safa... kom út með 4 stútfulla poka.. beið í klst í biðröð! Þetta er klikkun.. fékk mjólkina gefins.. hvenær byrja þeir að borga með henni???

Er loksins byrjuð að þvo heima! Ehmm... bara búin að búa þarna í hálft ár!! Er rosa stolt af mér! Hefði verið byrjuð fyrr ef ekki hefði verið fyrir mótmæli sumra! Þetta gekk nú brösulega í byrjun enda vantaði mig leiðbeiningar með vélinni! Réðum bót á því í gær... vonandi alla vega.. vélin er svo gömul að það voru ekki til neinar leiðbeiningar með henni.. þarf að styðjast við annað! Reyndar búin að takast að lita eitt handklæði og einn sokk af Önnu bláan.. samt voru báðir sokkarnir með! Hlakka til að gera fleiri tilraunir með litina ;) ekki verða undrandi á því ef fötin mín verða soldið skræpótt héðan í frá!

Ellen og Sara komu í heimsókn í fyrrakvöld! Þær komu sjálfar með mat og eftirrétt.. svona á að hafa þetta... láta gestina bara sjá um veitingar! Við fengum að smakka Sweet Potato Pie... rosalega góð.. hún er til sölu á Kaffi Róma.. fyrir þá sem vilja smakka... Við horfðum svo á Resident Evil: the Apocalypse... ágætis skemmtun alveg.. fórum síðan í Dirty Minds og Survivor spilið.. hehe... gaman gaman!

Hef verið að lesa þetta í nótt og hló eins og vitleysingur!

föstudagur, mars 04, 2005

Reyndu svo að blogga eitthvað!! Þetta fékk ég að heyra hjá honum Karli áður en ég kvaddi Menngó á Café Paris núna rétt fyrir vinnu. Var stressuð... næstum búin að mæta of seint í vinnuna... hélt ég.. þegar ég mætti á staðinn afsakaði ég mig í bak og fyrir.... seinna var Alla eitthvað að skoða vaktirnar... þá segir hún: Alda mín, þú ert skráð kl 23 í kvöld!!! Ég trúði þessu bara alls ekki.. kíkti þá í hina bókina mína.. og viti menn... átti að mæta 23! Eins og ég er búin að kvarta yfir þessum vöktum.. vildi fá að mæta kl 23 þegar ég er skráð kl 23 en ekki kl 22 þó ég sé skráð 23!! (ekki reyna að skilja þetta, fagmál)! Hefði getað verið klst lengur að hlusta á sögur og annað frá Mexíkó og af öllum Mexíkóunum og heyra af öllu Mexíkóska dótinu sem hún Nína keypti (er þetta þá rétt?) Frekar vil ég Mexíkana en Mexíkóa! En allavega, nóg um þetta.. það var gaman að sjá þau....

Ég og Anna misstum okkur aðeins í ónefndum raftækjaverslunum um daginn.. Shaun of the Dead, The Village, The Holy Grail... auk þess sem ég fjárfesti í þráðlausri mús sem ég get síðan ekki notað heima þar sem músin hennar er líka þráðlaus og ef við notum þær á sama tíma þá trufla þær hvor aðra! Einnig voru einhverjir forláta tölvuleikir keyptir en við tölum ekki meira um það! Ég sem á að vera að leita að fötum fyrir árshátíðina!! Þetta verður eitthvað svakalegt.. það eru allir orðnir svo spenntir... veit ekki hvernig þetta fer!

Fékk góða gesti í heimsókn í gær! Catan var spilað.. nú kom borðið frá Ingu frænku sér vel þar sem hægt er að stækka það næstum óendalega mikið! Vorum 6 að spila Catan.. það tók næstum 3 tíma.. reyndar var svoldið spjallað inn á milli en vá hvað þetta er skemmtilegt spil.

Tvær jarðarfarir á innan við mánuði.... hef ekki farið í jarðarför í næstum 6 ár! Maður áttar sig á því að eitt sinn verða allir menn að deyja... og fer síðan að hugsa um sína eigin jarðarför! Það var einmitt í Vikunni grein um sálma og lög sem eru sungin eða spiluð við jarðarfarir... Fyrst ég má nú ekki hafa: Komdu og skoðaðu í kistuna mína.. þá láta syngja Söknuður, Í bljúgri bæn, Snert hörpu mína himinborna dís og Ave María.. Annars finnst mér flott að hafa eitthvað eins og I'll see you when you get there, if you ever get there og Final Countdown eins og einhverjir þarna nefndu... en ætli ættingjarnir myndu taka vel í það?

En talandi um jarðarfarir.. kannski er það ósmekklegt en annar prestanna, nefni engin nöfn, hann var soldið kreisý... þegar kórinn söng þá hlammaði hann sér í sæti brúðhjónanna og lá svona eins og maður að horfa á sjónvarpið og las af skránni. Svo þegar hann var að flytja minningarorðin, þá var eins og maður væri að horfa á leikrit... hann kreppti hnefana.. sló á brjóst sér og ég veit ekki hvað... hann oflék allt! Þetta var ósmekklegt að mínu mati.. en varð hálf hjákátlegt í þessu umhverfi... vonum bara að enginn annar hafi tekið eftir þessu! Ég er kannski ofurgagnrýnin.. veit ekki.. en alla vega.. þessi maður mun ekki jarða mig né aðra af mínum nánustu ef ég fæ einhverju ráðið!