Aldan

föstudagur, mars 11, 2005

Ædolið í kvöld! Er ekki viss um að ég vilji taka afstöðu... er nokk sama hver vinnur.. reyndar þoli ég aðra manneskjuna ekki en mér er samt alveg sama þótt hún vinni! Ætli þetta fari ekki bara eftir frammistöðu keppenda í kvöld! Planið er að fara upp í sveit í smá partý... var reyndar líka boðið með vinnunni.... svo þarf ég samt að mæta á vakt þannig ég missi örugglega af helmingnum nema mér takist að redda því að fá að mæta seinna.

Árshátíðin er svo á morgun... er byrjuð að hlakka mjög til... allt virðist líta voða spennandi út... flottur matseðill og flott þema: Hollýwúd... svo er manni náttla boðið upp á allt.. ekki er það nú verra...

Við Anna fjárfestum í tölvu í gær! Ætlaði að reyna að réttlæta það fyrir sjálfri mér og samstarfsfélögum í gær.. gat það ekki... endaði bara á því að segja: því okkur langaði í nýja tölvu! hehe... ekki er það nú verri ástæða en margt annað. Flottur flatur skjár og alles.

Er búin að vera önnum kafin við að lána Lost þættina mína... viti menn.. það verður byrjað að sýna þá á Rúv í næsta mánuði!! Hehe.. alveg týpískt... þetta er bara Dead like me all over again! O jæja... listinn virðist samt enn vera að lengjast...

Arna vinkona er úti í Boston! Vona að hún muni eftir að kaupa 8 Ball handa mér!! hehe.... það er aldeilis ferðalag á minni.. hún kemur á mánudag frá Boston og er svo á leið til Englands daginn eftir.. reyndar er hún að flytja þangað... vonandi náum við Álfrún að heimsækja hana þangað í sumar!

Bónus ferðin mín í gær verður vonandi aldrei endurtekin! Fór inn að kaupa appelsínu safa... kom út með 4 stútfulla poka.. beið í klst í biðröð! Þetta er klikkun.. fékk mjólkina gefins.. hvenær byrja þeir að borga með henni???

Er loksins byrjuð að þvo heima! Ehmm... bara búin að búa þarna í hálft ár!! Er rosa stolt af mér! Hefði verið byrjuð fyrr ef ekki hefði verið fyrir mótmæli sumra! Þetta gekk nú brösulega í byrjun enda vantaði mig leiðbeiningar með vélinni! Réðum bót á því í gær... vonandi alla vega.. vélin er svo gömul að það voru ekki til neinar leiðbeiningar með henni.. þarf að styðjast við annað! Reyndar búin að takast að lita eitt handklæði og einn sokk af Önnu bláan.. samt voru báðir sokkarnir með! Hlakka til að gera fleiri tilraunir með litina ;) ekki verða undrandi á því ef fötin mín verða soldið skræpótt héðan í frá!

Ellen og Sara komu í heimsókn í fyrrakvöld! Þær komu sjálfar með mat og eftirrétt.. svona á að hafa þetta... láta gestina bara sjá um veitingar! Við fengum að smakka Sweet Potato Pie... rosalega góð.. hún er til sölu á Kaffi Róma.. fyrir þá sem vilja smakka... Við horfðum svo á Resident Evil: the Apocalypse... ágætis skemmtun alveg.. fórum síðan í Dirty Minds og Survivor spilið.. hehe... gaman gaman!

Hef verið að lesa þetta í nótt og hló eins og vitleysingur!

3 Comments:

  • Og hvenær koma svo myndirnar frá árshátíðinni. Bíð spennt eftir hver kemur fyrstur með myndirnar;)

    By Blogger Ellan, at 5:45 e.h.  

  • Takk fyrir síðast :)
    O ég skemmti mér svo vel :)
    En hvert hvarfst þú ...??
    -Heba

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:17 f.h.  

  • Yo yo..gjúgg í borg... ég ætla niðrá toooooorg!

    Komið svooooooo sættt comment:P
    1-0 fyrir mér :)

    By Blogger Olly beygla, at 7:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home