Aldan

föstudagur, desember 24, 2004

Ótrúlegt hvað fólk getur verið dónalegt! Ég er bara komin úr jólastuði.... :(
Hálftími eftir og svo bara langþráð jólafrí! Þarf að fara á nokkra staði áður en ég kemst heim í rúmið, vonandi kemst ég aftur í jólastuð... annars verða það Trölli og Anna sem sjá um það!

Jólin eru að koma!!!

GLEÐILEG JÓL

fimmtudagur, desember 23, 2004

Anna heimtar blogg.. þá fær hún blogg... dekurdúkka! Mér brá í brún þegar ég var að hátta mig í gærmorgun, hélt fyrst að ég væri bara að deyja... að einhver súrefnisskortur hefði orsakað blámann á fótleggjunum á mér... svo áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt að þvo bláu gallabuxurnar áður en ég fór að nota þær (soldið síðan ég keypti þær sko)!! Sem betur fer fór mestur liturinn af í baði... hehe.. ég er samt enn soldið ljósblá ;) nei segi svona!
Ég á bara eftir að gera 3 fyrir jólin: kaupa 1 gjöf, keyra út pakka og kaupa kattasand... þá er ég bara reddý! Vinna aftur í kvöld.. mæti ekki fyrr en 23... jafnvel 00 ef ég er heppin! Svo er bara næstum 4 daga frí... lúxus líf framundan.

Annars verð ég nú að segja að hann Sveinki hefur ekki staðið sig í ár en aftur á móti verpir Kindereggjadagatalið hennar Önnu á hverjum degi!

laugardagur, desember 18, 2004

Ég sit hérna alein alveg hreint í jólastuði, með mandarínu opna fyrir framan mig og er að skrifa jólakort! Var að komast að því í kvöld að tvær æskuvinkonur mínar eru að fjölga í familíunni hjá sér, barn númer 2 hjá þeim báðum takk fyrir. Önnur átti í ár en hinn mun eiga næsta ár. En þær duglegar.
Ellen og Sarah komu í mat til okkar í kvöld, fajitas eins og vanalega hehe ;) aumingja Sarah heldur að við getum ekki matreitt neitt annað. Lofaði henni þó djöflaköku og vöfflum þegar þær, hjónin (hvað á maður að segja??hjónurnar??) koma aftur frá Noregi.

Ég afrekaði það í dag að kaupa 4 jólagjafir... er líka næstum ósofin, veit ekki hvernig ég á að halda mér vakandi í afmælinu hjá afa á morgun! Þyrfti að fara að byrja á kaffidrykkju, myndi hjálpa mér á ögurstundum!

Nú á ég bara eftir að kaupa 4 jólagjafir! Geri það einhvern tímann eftir helgina, veit samt ekki hvenær ég hef tíma þar sem ég er bara í fríi á mánudag! Sé fram á það að þessi jól munu fara aðallega í svefn og lestur sem er nú ekkert svo allslæmt!

Jú, og auðvitað að horfa á Lost þættina!

föstudagur, desember 17, 2004

Það er víst búið að ráða mig í ritgerðarskrif, Unni minn þarf einhverja hjálp með LOTR Tveggja Turna Tal. Ég hef mínar grunsemdir um að Anna hafi nú barasta fengið hann til þess, svo hún fái mig til að horfa á myndirnar aftur.

Lord of the rings
J.R.R. Tolkien: Lord of the Rings. You are
entertaining and imaginative, creating whole
new worlds around yourself. Well loved, you
have a whole league of imitators, none of which
is quite as profound as you are. Stories and
songs give a spark of joy in the middle of your
eternal battle with the forces of evil.


Which literature classic are you?
brought to you by Quizilla
Það er barasta ekkert að gera!

Fyrst við erum að þessu á annað borð,
HASH(0x88769f8)
Accedintally, you will find them, in the last place
you would expect, may be they are near you
right now and you don't know, you love to have
a good time that is why the chances that you
and them be friends first than get in a
romantic relationship is very high, so open
your eyes and think, it might be so close.


Where will you find love?
brought to you by Quizilla

me
You're like me! The intelligent loner. You're shy
at times but friendly, and you are never weak
and always independent. You are incredibly
intelligent (wise beyond your years) and have a
talent for many things (sports, music, art).
You have a kind and warm personality and enjoy
the simple things. Like hanging out with
friends and watching movies at home. But you're
sometimes quiet nature makes you a bit of an
outcast and a mystery to people. No matter how
pretty you are or smart or athletic, you just
can't seem to break into the crowd and be
noticed. Don't worry, try to be more outgoing
and speak out when you have more to say. Don't
hide behind your books and sports and computer,
get out there and get noticed. You also have
deep desires in life and feel vunerable and
alone at times. Don't feel sad either, What
helps me to express feelings and dreams that I
can't say to people, is through my writting.
Maybe you should try.


What kind of girl are you? (with pix!)
brought to you by Quizilla

Þá er komið að því.. smá blogg... kominn tími til. Prófin eru loksins búin, búin að hlakka mikið til þessarar stundar, fékk loksins að taka utan af CSI Miami leiknum sem er búinn að bíða eftir að allt skólastúss væri búið! Alveg ágætir þessir leikir. Inga og Úlla komu í mat til mömmu í kvöld.... það var rosagaman eins og venjulega. Svoldið mikill hávaði í þeim systrunum þegar þær hittast svona.. enda er það frekar sjaldan sem þær sjást, er komin með blístrandi hausverk eftir þetta allt... já eða þá að Anna hafi náð að smita mig af flensunni sem hún er með ofan á allt annað. Góður matur og gott fólk... gaman að þessu.. þurfti samt að beila snemma þar sem ég komst að því að Hugrún hans pabba varð víst fimmtug.. rauk af stað að finna ostakörfu, það er ekkert nema klikkun að fara í búðir, beið í næstum hálftíma eftir stæði í kringlunni og í þokkabót var Ostabúðin lokuð þar. Fór svo í Smáralind þar sem ég fann einhverja körfu, rauk svo með hana til þeirra áður en ég þurfti að mæta í vinnu.

Það er einungis vika til jóla, hugsa sér... og það sem er þó kannski merkilegra, það eru einungis 2 vikur þar til árið er búið! Er búin að skrá mig í aukavinnu eins og vanalega... vonandi verður stemmning!
Íris blessunin er alveg að bjarga deginum með Lost þáttunum, ekki amalegt að horfa á það yfir jólin. Hef bara séð einn og hann lofar sko góðu... miðað við mína heppni í þessum þáttamálum þá byrja þeir að sýna þetta á Skjá einum eftir áramót... Allavega gerðu þeir það við Dead Like Me þættina, var ekki byrjuð að horfa á þá þegar þeir voru allt í einu sýndir í sjónvarpinu... hehe... ég á þá þó!

miðvikudagur, desember 15, 2004

Jæja, loksins vitum við hvað er eiginlega að Önnu!! Gallsteinar og sandur.. ég veit ekkert hvað hún meinar með að innbyrgja sand en ég er viss um að þessir gallsteinar eru einungis til að reyna að fá fleiri og flottari gjafir! Hvað meinaru með því að láta þetta gerast um jólin Anna mín????

P.s. Nauthólsvíkin vill fá sandinn sinn aftur!