Aldan

föstudagur, desember 17, 2004

Þá er komið að því.. smá blogg... kominn tími til. Prófin eru loksins búin, búin að hlakka mikið til þessarar stundar, fékk loksins að taka utan af CSI Miami leiknum sem er búinn að bíða eftir að allt skólastúss væri búið! Alveg ágætir þessir leikir. Inga og Úlla komu í mat til mömmu í kvöld.... það var rosagaman eins og venjulega. Svoldið mikill hávaði í þeim systrunum þegar þær hittast svona.. enda er það frekar sjaldan sem þær sjást, er komin með blístrandi hausverk eftir þetta allt... já eða þá að Anna hafi náð að smita mig af flensunni sem hún er með ofan á allt annað. Góður matur og gott fólk... gaman að þessu.. þurfti samt að beila snemma þar sem ég komst að því að Hugrún hans pabba varð víst fimmtug.. rauk af stað að finna ostakörfu, það er ekkert nema klikkun að fara í búðir, beið í næstum hálftíma eftir stæði í kringlunni og í þokkabót var Ostabúðin lokuð þar. Fór svo í Smáralind þar sem ég fann einhverja körfu, rauk svo með hana til þeirra áður en ég þurfti að mæta í vinnu.

Það er einungis vika til jóla, hugsa sér... og það sem er þó kannski merkilegra, það eru einungis 2 vikur þar til árið er búið! Er búin að skrá mig í aukavinnu eins og vanalega... vonandi verður stemmning!
Íris blessunin er alveg að bjarga deginum með Lost þáttunum, ekki amalegt að horfa á það yfir jólin. Hef bara séð einn og hann lofar sko góðu... miðað við mína heppni í þessum þáttamálum þá byrja þeir að sýna þetta á Skjá einum eftir áramót... Allavega gerðu þeir það við Dead Like Me þættina, var ekki byrjuð að horfa á þá þegar þeir voru allt í einu sýndir í sjónvarpinu... hehe... ég á þá þó!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home