Aldan

fimmtudagur, desember 23, 2004

Anna heimtar blogg.. þá fær hún blogg... dekurdúkka! Mér brá í brún þegar ég var að hátta mig í gærmorgun, hélt fyrst að ég væri bara að deyja... að einhver súrefnisskortur hefði orsakað blámann á fótleggjunum á mér... svo áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt að þvo bláu gallabuxurnar áður en ég fór að nota þær (soldið síðan ég keypti þær sko)!! Sem betur fer fór mestur liturinn af í baði... hehe.. ég er samt enn soldið ljósblá ;) nei segi svona!
Ég á bara eftir að gera 3 fyrir jólin: kaupa 1 gjöf, keyra út pakka og kaupa kattasand... þá er ég bara reddý! Vinna aftur í kvöld.. mæti ekki fyrr en 23... jafnvel 00 ef ég er heppin! Svo er bara næstum 4 daga frí... lúxus líf framundan.

Annars verð ég nú að segja að hann Sveinki hefur ekki staðið sig í ár en aftur á móti verpir Kindereggjadagatalið hennar Önnu á hverjum degi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home