Aldan

laugardagur, desember 18, 2004

Ég sit hérna alein alveg hreint í jólastuði, með mandarínu opna fyrir framan mig og er að skrifa jólakort! Var að komast að því í kvöld að tvær æskuvinkonur mínar eru að fjölga í familíunni hjá sér, barn númer 2 hjá þeim báðum takk fyrir. Önnur átti í ár en hinn mun eiga næsta ár. En þær duglegar.
Ellen og Sarah komu í mat til okkar í kvöld, fajitas eins og vanalega hehe ;) aumingja Sarah heldur að við getum ekki matreitt neitt annað. Lofaði henni þó djöflaköku og vöfflum þegar þær, hjónin (hvað á maður að segja??hjónurnar??) koma aftur frá Noregi.

Ég afrekaði það í dag að kaupa 4 jólagjafir... er líka næstum ósofin, veit ekki hvernig ég á að halda mér vakandi í afmælinu hjá afa á morgun! Þyrfti að fara að byrja á kaffidrykkju, myndi hjálpa mér á ögurstundum!

Nú á ég bara eftir að kaupa 4 jólagjafir! Geri það einhvern tímann eftir helgina, veit samt ekki hvenær ég hef tíma þar sem ég er bara í fríi á mánudag! Sé fram á það að þessi jól munu fara aðallega í svefn og lestur sem er nú ekkert svo allslæmt!

Jú, og auðvitað að horfa á Lost þættina!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home