Aldan

mánudagur, maí 31, 2004

Kvef og aftur KVEF!

Ég er svo stífluð að ef ég ætti heima í Bandaríkjunum gæti fólk tekið feil á mér og Hoover stíflunni!! Ég tók mér bita af kexköku og kafnaði næstum! Gleymdi Näserilinu heima :0( !
Sé soldið mikið eftir að hafa tekið aukavaktina í kvöld! Sérstaklega þar sem ég þarf líka að mæta á aukavakt á morgun og er svo að vinna alla vikuna! Hvað mig hlakkar til í júlí þegar ég fæ útborgað!

Fór að sjá The Day After Tomorrow! Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með hana þrátt fyrir að hafa beðið eftir henni í nokkra mánuði! Að vísu var söguþráðurinn ósennilegur en ég set ekki svoleiðis smáatriði fyrir mig!! Jake Gyllenhaal stendur oftast fyrir sínu, ég hélt samt að hann yrði í fleiri atriðum! Hvað um það, myndin var spennandi! Mæli með henni!

miðvikudagur, maí 26, 2004

Mix stöðin er bara soldið góð :)

Enn á næturvakt! Hef ekkert að gera nema taka þessi próf, það er svo rólegt! ;) Katlan er að flippa út hérna, er að reyna finna þema fyrir partý á föstudag! Það verður víst klámstjörnupartý, þetta endaði hún á eftir nokkur hundruð uppástungur!

GIRLY GIRL - Clever Kitty
A GIRLY-GIRL. You dont have a lot of self-esteem
and people are always bringing you down for
being sad. What do they know, anyway? You feel
like youre too mature for your age and are
frustrated by the trend-followers who refuse to
accept you because youre not like them.

Your virtues: Intelligence, understanding nature,
modesty.

Your flaws: Lack of social life, inferiority
complex, timidity..



You might like this game, but maybe it's not your
thing. Take a look anyway if you are
curious:

www.life-blood.vze.com


What kind of girl are you?
brought to you by Quizilla

mánudagur, maí 24, 2004

Ég er enn hérna! Held ég eigi bara ekkert eftir að losna :( Tíminn er alltaf lengdur.... kannski slepp ég kl 1! Annars er ískyggilega kalt hérna inni, brrrrr sem betur er kakóvélin góða í lagi :) Departure in 20 minutes!

sunnudagur, maí 23, 2004

Leo
You should be dating a Leo.
23 July - 22 August
This mate is honest and loyal, with a sunny
disposition. Though this lion has the tendency
to be arrogant, sulky or smug, he/she is
unrestrained in bed.


What Zodiac Sign Are You Attracted To?
brought to you by Quizilla
ÉG held ég eigi nóg með sjálfa mig!

DesireLove
Love. You Truly Desire Love. You long for someone
to hold you and take the pain away. You haven't
been in much relationships or you need to work
on how to handle them. You always seem lost in
a daydream about the person you care about
most.

PLEASE RATE


What Do You Truly Desire? *PICS*
brought to you by Quizilla
Iss.. hvað vita þeir!!?? hehe
Ég er alveg að missa mig í prófunum! Fer að hætta!


You are going to Marry Josh Hartnett. He is really
shy, but don't let that fool you. He is really
outgoing and sweet with those he loves and will
be loyal to them for the rest of his life.
Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!)
brought to you by Quizilla
Held ég hafi sett þetta próf inn áður! :) Mér er sama.. I like him!

Hvar eru einkunnirnar mínar???? Ég lýsi hér með eftir týndum einkunnum, ef þið finnið þær látið mig vita (bara ef þær eru yfir 6.5 :) ). Nú er kominn mánuður síðan ég skilaði inn lokaritgerðinni í Ritþjálfun!! Where are my grades!!!

7
LOVING ONE. You need safety in your relationship.
You want to be sure in his/her arms, knowing
that he will protect you and you can be totally
devoted to your other. At this point you are
very vulnerable. You open yourself and dont
even think that he/she could cheat you. You
totally trust your partner in every single way.
SO if you find out that she/he lied to you or
played a game this trust is broken. You may try
to forgive your other but this will be very
difficult.He/She has to be friendly and
trustworthy.



~THE big LOVE TEST!! What do you need? With PICS! For girls and boys!~
brought to you by Quizilla

Mér líður eins og ég sé alltaf hérna... síðan á þriðjudag er ég búin að vinna einhverja 60 tíma! Það er í sjálfu sér ekkert svakalega mikið en ég er búin að vera á næturvöktum og ég er ÞREYTT! Fæ frí á mánudag, vinn þriðjudag en er svo komin í vikufrí að öllu óbreyttu :)

Við fengum sumarbústað :)Jei!! Apavatn er það! AGAIN! hehe... Nei ég er ekki sumarbústaðarsjúk!

Nína freundin er víst að fara í Mehíkó í hálft ár! Ætlar að leika góða Samverjann og sinna götubörnum þar! Maður fyllist samviskubiti, kannski maður ætti að helga lífi sínu öðrum, gerast nunna? Nei... ætli það!

Álfrún og Arna komu til mín í gær! Tókum videó, Honey. Soldið þunnur söguþráður en sætur strákur og góð tónlist (jú víst=). Rak þær síðan snemma út því það var hringt í mig og ég beðin um að mæta á aukavakt!
Ég bæti þeim það upp seinna :)
Mætti hérna síðan kl 4, 8 tímum eftir síðustu vakt! Sit hér til miðnættis eða svo "og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða!". Halelúja!

laugardagur, maí 22, 2004

Aldrei segja aldrei, og aldrei tvisvar!! Ég læri ekkert af reynslunni. Mér leiðist, mér á örugglega eftir að leiðast í sumar! Afhverju ætti ég þá ekki að blogga þegar mér leiðist? Ekki það að ég hafi neitt að segja. Ég ákvað að fríska upp á útlit síðunnar, sá að Kalli var búinn að gera það, hann valdi flottasta lúkkið! Ég vildi ekki vera eins :( Ég kann ekki að setja inn linkana, þori ekki að fikta í þessu strax. Þeir koma kannski inn seinna meir!

Ég verð í fullri næturvinnu í sumar, nóg að gera. Ég er mjög sátt við planið, miklu betra en í fyrra þar sem ég skiptist á að vinna nætur- og dagvaktir! Ég fæ góð frí inn á milli tarna!

Góðar fréttir: mamma er komin á bíl :) Keypti sér Opel Astra, reyndar station en hann er sjálfskiptur, það bætir það upp :) Frekar skrýtið að keyra hann, er ekki vön svona góðu, Ladan er ekki með vökvastýri þrátt fyrir að vera 2003 módel ;P Ætli það verði ekki farið eitthvað út á land, ein sumarbústaðarferð eða tvær :)
Bara verst að svissa svona á milli beinskiptingu og sjálskiptingu, Ladan höktir svoldið hjá mér hehe.

Það er alltaf heilög stund að fara á bókasafnið eftir prófin, fór tvisvar sama dag núna :) tók slatta í bæði skiptin. Ákvað að byrja á Þúsund og einni nótt, það eru komin nokkur ár síðan ég las hana síðast, miðað við yfirferðina ætti þessar sögur að duga mér út sumarið! Það er skrýtið að lesa á íslensku eftir alla enskuna!