Aldan

mánudagur, maí 31, 2004

Kvef og aftur KVEF!

Ég er svo stífluð að ef ég ætti heima í Bandaríkjunum gæti fólk tekið feil á mér og Hoover stíflunni!! Ég tók mér bita af kexköku og kafnaði næstum! Gleymdi Näserilinu heima :0( !
Sé soldið mikið eftir að hafa tekið aukavaktina í kvöld! Sérstaklega þar sem ég þarf líka að mæta á aukavakt á morgun og er svo að vinna alla vikuna! Hvað mig hlakkar til í júlí þegar ég fæ útborgað!

Fór að sjá The Day After Tomorrow! Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með hana þrátt fyrir að hafa beðið eftir henni í nokkra mánuði! Að vísu var söguþráðurinn ósennilegur en ég set ekki svoleiðis smáatriði fyrir mig!! Jake Gyllenhaal stendur oftast fyrir sínu, ég hélt samt að hann yrði í fleiri atriðum! Hvað um það, myndin var spennandi! Mæli með henni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home