Aldrei segja aldrei, og aldrei tvisvar!! Ég læri ekkert af reynslunni. Mér leiðist, mér á örugglega eftir að leiðast í sumar! Afhverju ætti ég þá ekki að blogga þegar mér leiðist? Ekki það að ég hafi neitt að segja. Ég ákvað að fríska upp á útlit síðunnar, sá að Kalli var búinn að gera það, hann valdi flottasta lúkkið! Ég vildi ekki vera eins :( Ég kann ekki að setja inn linkana, þori ekki að fikta í þessu strax. Þeir koma kannski inn seinna meir!
Ég verð í fullri næturvinnu í sumar, nóg að gera. Ég er mjög sátt við planið, miklu betra en í fyrra þar sem ég skiptist á að vinna nætur- og dagvaktir! Ég fæ góð frí inn á milli tarna!
Góðar fréttir: mamma er komin á bíl :) Keypti sér Opel Astra, reyndar station en hann er sjálfskiptur, það bætir það upp :) Frekar skrýtið að keyra hann, er ekki vön svona góðu, Ladan er ekki með vökvastýri þrátt fyrir að vera 2003 módel ;P Ætli það verði ekki farið eitthvað út á land, ein sumarbústaðarferð eða tvær :)
Bara verst að svissa svona á milli beinskiptingu og sjálskiptingu, Ladan höktir svoldið hjá mér hehe.
Það er alltaf heilög stund að fara á bókasafnið eftir prófin, fór tvisvar sama dag núna :) tók slatta í bæði skiptin. Ákvað að byrja á Þúsund og einni nótt, það eru komin nokkur ár síðan ég las hana síðast, miðað við yfirferðina ætti þessar sögur að duga mér út sumarið! Það er skrýtið að lesa á íslensku eftir alla enskuna!
Ég verð í fullri næturvinnu í sumar, nóg að gera. Ég er mjög sátt við planið, miklu betra en í fyrra þar sem ég skiptist á að vinna nætur- og dagvaktir! Ég fæ góð frí inn á milli tarna!
Góðar fréttir: mamma er komin á bíl :) Keypti sér Opel Astra, reyndar station en hann er sjálfskiptur, það bætir það upp :) Frekar skrýtið að keyra hann, er ekki vön svona góðu, Ladan er ekki með vökvastýri þrátt fyrir að vera 2003 módel ;P Ætli það verði ekki farið eitthvað út á land, ein sumarbústaðarferð eða tvær :)
Bara verst að svissa svona á milli beinskiptingu og sjálskiptingu, Ladan höktir svoldið hjá mér hehe.
Það er alltaf heilög stund að fara á bókasafnið eftir prófin, fór tvisvar sama dag núna :) tók slatta í bæði skiptin. Ákvað að byrja á Þúsund og einni nótt, það eru komin nokkur ár síðan ég las hana síðast, miðað við yfirferðina ætti þessar sögur að duga mér út sumarið! Það er skrýtið að lesa á íslensku eftir alla enskuna!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home