Aldan

fimmtudagur, október 09, 2003

Eftir þessar háðsfullu athugasemdir finn ég hjá mér þörf til að blogga! Bloggleysið stafar af tímaleysi og vinnuleysi.... hef verið í fríi undanfarna 1 og hálfa viku.... um helgina fór ég með Á og A í sumarbústað!!! Þvílík þægindi úff... heitur pottur, grillmatur og kyrrð og ró!! Þetta var svo skemmtilegt að ég er strax búin að plana 2 í viðbót!! Við lögðum af stað um 3 úr bænum og vorum 1 og 1/2 tíma á leiðinni... jafnvel styttra... þvílíkt flottur bíll sem við fórum á ! Ford Mondeo, gullvagninn svokallaði! Eina sem var að var að við (ég og Álfa) kláruðum alkóhólið á föstudag! :( og við áttuðum okkur ekki á því að næsta ríki var á Selfossi og það var bara opið til 14 á laugardeginum þannig við misstum af því! En þá bjargaði Arna okkur... blandaði bara eina sangria sem við kláruðum á nóinu! Júmmý! Við grilluðum kjúlla.. satay kjúkling með salati og flottheitum. Það snjóaði meira að segja á okkur fyrsta kvöldið... og þegar við vöknuðum á laugardeginum var allt hvítt! Ég skil samt ekkert í því afhverju við tókum námsbækurnar með okkur enda var ekkert litið í þær... kíktum í tarot og fórum í andaglas! Horfðum á In-Laws sem er geggjuð kvikmynd og nauðguðum lögum eins og Here without you, THis is the new SHIT og White Flag! Á sunnudeginum vorum við duglegar, tókum til og vorum komnar af stað um 16... eftir u.þ.b. hálftíma segir Álfrún: tókuð þið ekki bjórinn úr ísskápnum!!! ARG!! Við tæmdum ekki ísskápinn... eftir smá rökræður um það hvort við ættum bara að halda áfram og leyfa næsta helgarfólki að njóta þessara veitinga í boði Örnu var ákveðið að það gengi ekki þannig að við þurftum að gjöra að snúa við! Allir ávextirnir, gos, bjór you name it biðu eftir okkur! Næst, Arna þegar ég spyr hvort að það sé búið að tæma ísskápinn vertu viss um að það áður en þú svarar :P híhí! En hvað með þetta... það var bara fjör að eyða klst lengur á ferðinni enda bíllinn algjör draumur! Verst ef maður fær gyllinæð út af ofnotkun á rasshitaranum!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home