mánudagur, mars 31, 2003
Ég er komin með ferðablogg!!! Vorfiðringur í gangi!!
Komin með myndaalbúm! Rosa tæknó :)
sunnudagur, mars 30, 2003
Þessi hefur farið til Maldives :( Lucky BASTARD Ætli þessi fylgi með sem einkaþjónn ;)
Þá er brúðkaupsferðin mín komin á hreint! 7 dagar á Maldives eyjum :) Einungis 180 þús vikan! Hér eru nokkrar myndir af herberginu og staðsetningunni ;)
Er reyndar með betri myndir, búin að senda þær á alla í emailskránni minni!! Hver vill koma með???
Giftingin mun fara fram í Las Vegas þar sem Elvis mun sjá um athöfnina, eyðum viku þar í spilavítum og á ýmsum sýningum, Cellu Sjóvið, Sigfried and Roy meðal annars. Svo munum við fljúga til Maldives og eyða að minnsta kosti viku þar! Svo þegar við snúum aftur munum við verða með smá athöfn í Kópavogskirkju svona fyrir familíuna, sólbrún og sæt og veislan verður haldin í félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdalnum :) Eftir þessi herlegheit verður ekki svo slæmt að eyða ævinni með mér ;) Há dú jú læk??
Er reyndar með betri myndir, búin að senda þær á alla í emailskránni minni!! Hver vill koma með???
Giftingin mun fara fram í Las Vegas þar sem Elvis mun sjá um athöfnina, eyðum viku þar í spilavítum og á ýmsum sýningum, Cellu Sjóvið, Sigfried and Roy meðal annars. Svo munum við fljúga til Maldives og eyða að minnsta kosti viku þar! Svo þegar við snúum aftur munum við verða með smá athöfn í Kópavogskirkju svona fyrir familíuna, sólbrún og sæt og veislan verður haldin í félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdalnum :) Eftir þessi herlegheit verður ekki svo slæmt að eyða ævinni með mér ;) Há dú jú læk??
laugardagur, mars 29, 2003
You have an entrancing kiss~ the kind that leaves
your partner bedazzled and maybe even feeling
he/she is dreaming. Quite effective; the kiss
that never lessens and always blows your
partner away like the first time.
What kind of kiss are you?
brought to you by Quizilla
föstudagur, mars 28, 2003
Enn meiri ólukka hjá mér!! Keypti 2 tölvuleiki í Expert um daginn og hvorugur virkar :( Held þetta sé örugglega bara ég.... þeir eiga nú samt að virka samkvæmt lýsingunni á pakkanum. Annar þeirra eyðilagði tölvunna mína :( því ég get ekki lengur spilað sims! Keypti Sims Deluxe útgáfuna og ætlaði að setja hann inn, þá neitar hann að spilast.. svo tók ég allt Sims draslið út og setti Sims 1 í en þegar ég ætlaði að setja Sims Livin' it up í þá neitaði tölvan að downloada honum því ég hefði nú þegar installað honum!! Ég er alveg brjáluð!! Hvernig gat ég installað Sims ef Livin' it up var þegar fyrir í tölvunni???? Þetta meikar ekki sens! Prófaði leikinn líka hjá Önnu en hann gerði þetta sama þar, eyðilagði allt fyrir henni þannig hún þurfti að henda öllu Sims út úr sinni tölvu og downloada honum aftur! GARG... það sem maður á sig fyrir smá SIMS
Þá er komið að því! 10 dagar og þá fyrst fæ ég kvartanir!! Tel náttúrulega ekki Önnu með þar sem hún er síkvartandi! Get ekki sagt að þetta hafi verið viðburðaríkustu dagar ævi minnar, það merkilegasta sem gerðist (fyrst K. þurfti að minnast á það) var þegar ég fór um daginn að kaupa Thai-mat í Árnesti. Jújú, beið alveg heillengi eftir matnum, samt var ekkert að gera. 2 starfsmenn sem góndu út í loftið og höguðu sér eins og hundar um leið og einhver kom inn í búðina (tveir kúnnar þann 1 og 1/2 tíma sem mér fannst ég þurfa að bíða). Allavega, ég fæ matinn, hoppa út í bíl (ekki bókstaflega) og keyri heim, svo þegar ég ætla að taka pokann úr aftursætinu þá rifnar pokinn!!! Allur maturinn, græn og gul sósa yfir allt gólfið í bílnum og núðlurnar með kjúklingabitum og öðru gúmmílaði á gólfið í bílskúrnum og skóna mína!! Lyktin var þvílík, hélt að rotturnar myndu koma hlaupandi. Maturinn var svo heitur að gufan hafði bleytt pokann sem svo rifnaði þegar ég tók hann upp, eða að sósa hafi lekið í gegnum pappakassann, hver setur heita sósu í þunnan pappakassa?? Ekki Nings, ekki Indókína!!! Ég hringdi brjáluð í karlinn og sagði að aftursætið mitt væri allt út atað í sósuógeði, sem það var ekki og sagðist vera á leiðinni með matinn! Hann endurgreiddi mér en ekkert meir!! Bauð mér ekki einu sinni að fá aðra máltíð, ekki neitt.. sagði jú að ég ætti að hafa samband ef ég næði þessu ekki úr!! Ég eyddi þvílíkum tíma í að hreinsa bílinn og þurfti að keyra þarna aftur og endaði matarlaus! Fór heim í brjáluðu skapi og pantaði á Indókína sem ég hefði átt að gera til að byrja með, eftir 10 mín var maturinn kominn á borðið og smakkaðist hann ljúffenglega!!!
mánudagur, mars 17, 2003
Moby sjálfur er með blogg!! Þvílík snilld..... og meira að segja updateað í dag! Annars hafið þið kannski tekið eftir að ég er eiginlega hætt að blogga!!! Sjáum til hvort löngunin komi upp aftur... Later!
þriðjudagur, mars 11, 2003
fimmtudagur, mars 06, 2003
Long time no blogg!! Svo virðist sem nýjabrumið sé farið af bloggheiminum, hef ekki séð jafn fáar uppfærslur síðan, aldrei! Hvað á ég eiginlega þá að gera í nótt :( fyrir utan það að vinna náttúrulega??
Var óvenju dugleg í dag! Vaknaði eldsnemma, fyrir 08:00 á öldutíma og það eru fréttir til næstu bæja! Þreif bílinn minn hátt og lágt, henti út myglaða teppinu úr skottinu og setti plast og dagblöð í staðinn til bráðabirgða þar til ég get keypt teppi! Henti öllum tuskunum sem voru þarna aftur í líka og einu pari af skóm! Merkilegt hvað hlutirnir safnast svona saman hjá manni. Ég tók um daginn einnig smá kast á herberginu mínu, tæmdi eina hillu af bókum og setti ofan í kassa, hreinsaði úr gluggakistunni. Það er samt enn jafn troðið þarna inni, fór einnig í gegnum háaloftið!
Við krakkarnir fórum um síðustu helgi upp á Völl! D. hennar Hönnu bauð okkur í heimsókn! Þetta var skemmtileg lífsreynsla! Kynþokkafullir lögreglumenn, fullt af byssum og lífshættuleg efni, svaka spennó bara! Vorum um 7 eða 8, byrjuðum á því að skrá okkur inn, aumingja D. varð alveg handlama eftir að hafa skrifað allar beiðnirnar, náðum í Hönnu og kíktum heim til D. Ætla ekki að skrifa neinn langan pistil en meðal þess sem við gerðum var að kíkja í búðir, kíktum á vinnustaðinn hans D. þar er hann að höndla ýmis efni t.d. fljótandi súrefni og nítrógen, sáum 2 flugvélar taka á loft frá Kef. flugvelli, fórum á Wendy's, kíktum í 2 sek. á keilusalinn og á kaffihús. Að lokum fórum við á videóleigu og leigðum okkur Dvd sem við horfðum á í 50"sjónvarpinu í the Lounge!! Mjög skemmtilegt alveg og gat meira að segja smyglað Twinkies heim handa Önnu :)
Var óvenju dugleg í dag! Vaknaði eldsnemma, fyrir 08:00 á öldutíma og það eru fréttir til næstu bæja! Þreif bílinn minn hátt og lágt, henti út myglaða teppinu úr skottinu og setti plast og dagblöð í staðinn til bráðabirgða þar til ég get keypt teppi! Henti öllum tuskunum sem voru þarna aftur í líka og einu pari af skóm! Merkilegt hvað hlutirnir safnast svona saman hjá manni. Ég tók um daginn einnig smá kast á herberginu mínu, tæmdi eina hillu af bókum og setti ofan í kassa, hreinsaði úr gluggakistunni. Það er samt enn jafn troðið þarna inni, fór einnig í gegnum háaloftið!
Við krakkarnir fórum um síðustu helgi upp á Völl! D. hennar Hönnu bauð okkur í heimsókn! Þetta var skemmtileg lífsreynsla! Kynþokkafullir lögreglumenn, fullt af byssum og lífshættuleg efni, svaka spennó bara! Vorum um 7 eða 8, byrjuðum á því að skrá okkur inn, aumingja D. varð alveg handlama eftir að hafa skrifað allar beiðnirnar, náðum í Hönnu og kíktum heim til D. Ætla ekki að skrifa neinn langan pistil en meðal þess sem við gerðum var að kíkja í búðir, kíktum á vinnustaðinn hans D. þar er hann að höndla ýmis efni t.d. fljótandi súrefni og nítrógen, sáum 2 flugvélar taka á loft frá Kef. flugvelli, fórum á Wendy's, kíktum í 2 sek. á keilusalinn og á kaffihús. Að lokum fórum við á videóleigu og leigðum okkur Dvd sem við horfðum á í 50"sjónvarpinu í the Lounge!! Mjög skemmtilegt alveg og gat meira að segja smyglað Twinkies heim handa Önnu :)
laugardagur, mars 01, 2003
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Ég drekk ekki einu sinni kaffi!