Aldan

fimmtudagur, mars 06, 2003

Long time no blogg!! Svo virðist sem nýjabrumið sé farið af bloggheiminum, hef ekki séð jafn fáar uppfærslur síðan, aldrei! Hvað á ég eiginlega þá að gera í nótt :( fyrir utan það að vinna náttúrulega??

Var óvenju dugleg í dag! Vaknaði eldsnemma, fyrir 08:00 á öldutíma og það eru fréttir til næstu bæja! Þreif bílinn minn hátt og lágt, henti út myglaða teppinu úr skottinu og setti plast og dagblöð í staðinn til bráðabirgða þar til ég get keypt teppi! Henti öllum tuskunum sem voru þarna aftur í líka og einu pari af skóm! Merkilegt hvað hlutirnir safnast svona saman hjá manni. Ég tók um daginn einnig smá kast á herberginu mínu, tæmdi eina hillu af bókum og setti ofan í kassa, hreinsaði úr gluggakistunni. Það er samt enn jafn troðið þarna inni, fór einnig í gegnum háaloftið!

Við krakkarnir fórum um síðustu helgi upp á Völl! D. hennar Hönnu bauð okkur í heimsókn! Þetta var skemmtileg lífsreynsla! Kynþokkafullir lögreglumenn, fullt af byssum og lífshættuleg efni, svaka spennó bara! Vorum um 7 eða 8, byrjuðum á því að skrá okkur inn, aumingja D. varð alveg handlama eftir að hafa skrifað allar beiðnirnar, náðum í Hönnu og kíktum heim til D. Ætla ekki að skrifa neinn langan pistil en meðal þess sem við gerðum var að kíkja í búðir, kíktum á vinnustaðinn hans D. þar er hann að höndla ýmis efni t.d. fljótandi súrefni og nítrógen, sáum 2 flugvélar taka á loft frá Kef. flugvelli, fórum á Wendy's, kíktum í 2 sek. á keilusalinn og á kaffihús. Að lokum fórum við á videóleigu og leigðum okkur Dvd sem við horfðum á í 50"sjónvarpinu í the Lounge!! Mjög skemmtilegt alveg og gat meira að segja smyglað Twinkies heim handa Önnu :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home