Aldan

föstudagur, mars 28, 2003

Þá er komið að því! 10 dagar og þá fyrst fæ ég kvartanir!! Tel náttúrulega ekki Önnu með þar sem hún er síkvartandi! Get ekki sagt að þetta hafi verið viðburðaríkustu dagar ævi minnar, það merkilegasta sem gerðist (fyrst K. þurfti að minnast á það) var þegar ég fór um daginn að kaupa Thai-mat í Árnesti. Jújú, beið alveg heillengi eftir matnum, samt var ekkert að gera. 2 starfsmenn sem góndu út í loftið og höguðu sér eins og hundar um leið og einhver kom inn í búðina (tveir kúnnar þann 1 og 1/2 tíma sem mér fannst ég þurfa að bíða). Allavega, ég fæ matinn, hoppa út í bíl (ekki bókstaflega) og keyri heim, svo þegar ég ætla að taka pokann úr aftursætinu þá rifnar pokinn!!! Allur maturinn, græn og gul sósa yfir allt gólfið í bílnum og núðlurnar með kjúklingabitum og öðru gúmmílaði á gólfið í bílskúrnum og skóna mína!! Lyktin var þvílík, hélt að rotturnar myndu koma hlaupandi. Maturinn var svo heitur að gufan hafði bleytt pokann sem svo rifnaði þegar ég tók hann upp, eða að sósa hafi lekið í gegnum pappakassann, hver setur heita sósu í þunnan pappakassa?? Ekki Nings, ekki Indókína!!! Ég hringdi brjáluð í karlinn og sagði að aftursætið mitt væri allt út atað í sósuógeði, sem það var ekki og sagðist vera á leiðinni með matinn! Hann endurgreiddi mér en ekkert meir!! Bauð mér ekki einu sinni að fá aðra máltíð, ekki neitt.. sagði jú að ég ætti að hafa samband ef ég næði þessu ekki úr!! Ég eyddi þvílíkum tíma í að hreinsa bílinn og þurfti að keyra þarna aftur og endaði matarlaus! Fór heim í brjáluðu skapi og pantaði á Indókína sem ég hefði átt að gera til að byrja með, eftir 10 mín var maturinn kominn á borðið og smakkaðist hann ljúffenglega!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home