Aldan

föstudagur, október 26, 2007

Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.

Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He Is Dead,
Put crepe bows round the white necks of the public doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.

He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last for ever: I was wrong.

The stars are not wanted now: put out every one;
Pack up the moon and dismantle the sun;
Pour away the ocean and sweep up the wood.
For nothing now can ever come to any good.

W. H. Auden

mánudagur, október 15, 2007

Eg var að átta mig á því að Ameríkanar eru kannski ekki besta fólkið til að gefa ráð í sambandi við "rassa"!

laugardagur, október 13, 2007

SOLD!

Ég fjárfesti í gallabuxum úti, jájá.. kannski ekki svo merkilegur hlutur fyrir flesta en ég er jú ég og geng vanalega ekki í gallabuxum þó svo að ég hafi oft reynt það í gegnum tíðina. Það var einungis ein ástæða fyrir þessum kaupum, ég prufaði að máta einar fyrir tilstilli Auðar sem vill endilega fá mig til að experímentera nýja hluti og jújú sakar ekki að máta. En svo þegar ég kem út úr mátunarklefanum til að sýna Auði að gallabuxur ganga ekki upp á mér, þá er hún farin aftur inn í búð... ég færi mig hægt í átt að opinu í von um að veifa henni og kalla í hana.. hún heyrði ekkert svo á endanum labbaði ég inn í búðina í þessum ósköpum. Ég sný mér í hring fyrir hana og ætla að labba aftur í mátunarklefann en geng fram hjá konu sem stóð þarna (líklega starfsmaður). Ég er örugglega eitthvað að þreifa á rassinum, reyna að draga buxurnar lengra upp eða með einhverjar fáránlegar hreyfingar því hún snýr sér við á eftir mér og starir á afturendann á mér. Áður en ég næ að loka klefanum þá heyri ég sagt við mig: not to sound weird or anything but your ass looks really great in that!

Sold!

Ég sé nú eftir að hafa ekki keypt aðrar því ég er að ganga þessar í tætlur ;)

sunnudagur, október 07, 2007

Tekin

Ég er ansi hrædd um að lögreglan hafi í fórum sínum mynd af mér sem tekin var á Sæbrautinni síðasta miðvikudag. Ekki nóg með það að ég "gæti" hafa verið "örlítið" yfir hámarkshraða og gæti átt von á smá sekt, þá var ég ómáluð líka!

Þetta er BARA hræðilegt!