Aldan

laugardagur, október 13, 2007

SOLD!

Ég fjárfesti í gallabuxum úti, jájá.. kannski ekki svo merkilegur hlutur fyrir flesta en ég er jú ég og geng vanalega ekki í gallabuxum þó svo að ég hafi oft reynt það í gegnum tíðina. Það var einungis ein ástæða fyrir þessum kaupum, ég prufaði að máta einar fyrir tilstilli Auðar sem vill endilega fá mig til að experímentera nýja hluti og jújú sakar ekki að máta. En svo þegar ég kem út úr mátunarklefanum til að sýna Auði að gallabuxur ganga ekki upp á mér, þá er hún farin aftur inn í búð... ég færi mig hægt í átt að opinu í von um að veifa henni og kalla í hana.. hún heyrði ekkert svo á endanum labbaði ég inn í búðina í þessum ósköpum. Ég sný mér í hring fyrir hana og ætla að labba aftur í mátunarklefann en geng fram hjá konu sem stóð þarna (líklega starfsmaður). Ég er örugglega eitthvað að þreifa á rassinum, reyna að draga buxurnar lengra upp eða með einhverjar fáránlegar hreyfingar því hún snýr sér við á eftir mér og starir á afturendann á mér. Áður en ég næ að loka klefanum þá heyri ég sagt við mig: not to sound weird or anything but your ass looks really great in that!

Sold!

Ég sé nú eftir að hafa ekki keypt aðrar því ég er að ganga þessar í tætlur ;)

2 Comments:

  • úú...þú verður sko að sýna okkur þig í buxunum bráðlega, passaðu þig að ganga ekki svo mikið í þeim að þú slítir þeim áður : ) híhí...

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:52 f.h.  

  • he he

    Snilldar færsla:)

    En hvað er að frétta af þér? :)

    Kveðja Inda

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home