Tekin
Ég er ansi hrædd um að lögreglan hafi í fórum sínum mynd af mér sem tekin var á Sæbrautinni síðasta miðvikudag. Ekki nóg með það að ég "gæti" hafa verið "örlítið" yfir hámarkshraða og gæti átt von á smá sekt, þá var ég ómáluð líka!
Þetta er BARA hræðilegt!
Þetta er BARA hræðilegt!
10 Comments:
omg... það er sko stór synd að vera ómáluð í myndatöku :D
næst, þá skaltu blása þeim koss ;)
hannapanna
By Nafnlaus, at 1:42 e.h.
ég efast um að myndin hafi heppnast, þú veist að ef þú ert ómáluð i myndatöku þá kemur bara svona stór hvítur blossi fram á myndinni, vonum að þú hafir litið mjög illa út þennan dag :p
kv arna
By Nafnlaus, at 9:32 f.h.
LOL!!!
By Nafnlaus, at 10:27 e.h.
Gvöð hvað varstu eiginlega að pæla? Að fara ómáluð út úr húsi?!? hehe...
Iss það var nú líka tekin myndi af mér um daginn eða það hélt ég, en engin sekt ennþá ;) Uss nú þori ég ekki að kvitta með nafni :)
kv.Á
By Nafnlaus, at 11:09 e.h.
Ohh ég veit ekki hvað ég var að pæla, hlýt að hafa verið með hita.
Nú eru tveir möguleikar í stöðunni,
númer eitt: aldrei yfirgefa húsið aftur!
númer tvö: láta Örnu tattúvera meiköpp á mig svo ég lendi nú aldrei í svona stöðu aftur!
Einhverjar smartrassar *hóst*Kalli*Ögmundur*hóst* myndu segja: númer þrjú, hætta að keyra yfir hámarkshraða... en við hlustum ekki á svoleiðis vitleysu!
By Aldan, at 12:00 f.h.
myndi ég segja þér að hætta að keyra yfir hámarkshraða?
Hefurðu komið með mér í bíl?
By Nafnlaus, at 1:12 f.h.
Nohh...Alda bara orðin krimmi!!
Sólveig.
By Nafnlaus, at 3:22 f.h.
ójá kalli.. ég hef sko setið með þér í bíl...
ekki gæti ég ímyndað mér að fyrrum tryggingakallinn færi að prédika um akstur ;)
hannapanna...
By Nafnlaus, at 8:57 f.h.
Hanna: Lykilorðið er fyrrum en þessar umræður eiga ekki að snúast um mig heldur glæpaeðli Öldu sem nú er orðið opinbert.
By Nafnlaus, at 2:17 e.h.
Loksins kom þetta eðli hennar í ljós :)
pannan
By Nafnlaus, at 2:23 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home