Annar hluti: Auglýsingahórur og kanamellur sem teknar voru í tollinum!
Við fórum þó oftast á fætur snemma til að ná morgunmatnum sem var til 10, grunlausar um að IHOP paradísin var rétt handan við hornið. Í staðinn fórum við í morgunverðarsalinn þar sem við gátum valið um Lucky Charms eða Special K, enskar beyglur, gróft eða hvítt brauð, smjör"líki" (can you believe it's not butter? Yes, I certainly can!) eða sultu ofan á og svo sætabrauð, alltaf til nóg af Muffins. Úrvalið og gæðin í samræmi við stjörnurnar tvær. En við vorum sáttar.. Lucky Charms rúlar!
Við ákváðum að hefjast handa í Walmart, auðvitað þekkti leigubílsstjórinn hreiminn, Íslendingar eru orðnir alræmdir þarna úti. Við eyddum 3 góðum klukkutímum í að rápa fram og til baka og máta óteljandi föt. Byrgðum okkur líka upp á sætindum, gosi, vatni, osti og eplasafa sem ég veit ekki betur en að herbergisþernurnar hafi fengið í arf eftir okkur, heilt gallon af eplasafa (hvað varstu að pæla Auður??). Sama hræðslutilfinningin breiddist út um líkamann og fyrir tveimur árum síðan þegar ég sá að leigubílsstjórinn okkar beið eftir okkur fyrir utan. Tilviljun? Veit ekki.. við og pokarnir okkar 16 ákváðum samt að rúnta með honum heim. Fínn karl, svoldið svartur en fínn.
Dagarnir renna saman en ég man að þennan dag gengum við að Hooters, planið var að fá sér að borða þarna og detta jafnvel í það. Við gengum upp að staðnum og svo strax frá honum aftur... það voru BARA karlmenn þarna inni.. jújú fínt fínt.. karlmenn fínt.. en þegar einu konurnar á svæðinu eru þvengmjóar í nærbuxum og þröngum bolum með svaka brjóst þá er ekkert víst að hægt sé að draga athyglina að tveimur búbbúlínum. Við áttum þó eftir að fara þangað inn.. meira um það seinna. Við enduðum á Bubba Gump Shrimp, ég sem er svona gasalega mikið fyrir sjávarfæði var náttla í skýjunum (já, þarna má greina smá kaldhæðni) Neinei, það var upplifelsi að prófa þetta. Við pöntuðum okkur forrétt og svo aðalrétt enda vel svangar en þegar við fengum forréttinn urðum við að afpanta afganginn þar sem matarstærðirnar þarna úti eru aðeins stærri en við höfum vanist til þessa og við sáum okkur ekki fært um að klára forréttinn, hvað þá aðalréttinn. Kvöldið var svo toppað með bíóferð, Auður valdi Superbad! Þrælfín, vitlaus en þrælfín.
Föstudagurinn endaði sem dekurdagur dauðans. Vorum hálf lúnar eftir allt labbið, við prufuðum Súrefnisbar (sem ég sá eftir daginn eftir þegar áhrif nuddstólsins komu fram), fengum axlanudd frá barþjóninum. Við fórum af súrefnisbarnum yfir í Nailtrix og fengum þar hand og fótsnyrtingu, French manicure auðvitað. Táneglurnar mínar eru enn í toppstandi eftir 3 vikur. Litlar austurlenskar skvísur sinntu okkur á meðan við lágum í stólum sem á stóð Whale Massage, svoldið súrt en fyndið þó ;) Auður er með eitthvað head fetish og vildi láta þvo á sér hausinn og slétta hárið svo við kíktum inn í Mastercuts, það endaði þó með því að ég lét setja lit í hárið á mér. Fékk rokkstjörnu lúkk, rauðar og hvítar strípur og brúnn litur undir og allt blásið upp. Ég var flott! Enduðum þetta á Friday's eins og vanalega.
Laugardagurinn - við fundum metróstöðina og á undraverðan hátt fundum við líka rétta strætóinn sem átti að flytja okkur nær Mississippi. Ég var í sæluvímu að komast aðeins frá Bloomington, markmiðinu loksins náð. Lítil sæt hús í úthverfum borgarinnar, hermenn í búningum, mér leið eins og ég væri að horfa á bíómynd. Við vorum ekki vissar hvar við ættum að fara út svo ég stóð upp og talaði við bílstjórann um það hvar væri best að fara út. Fyrr en varði var hálfur strætóinn kominn í samtalið, ræddi t.d. heillengi við konu í hjólastól um Ísland en auðvitað kom það fram einhversstaðar ég væri þaðan. Hún var vel kunnug og gat bent mér á það hvar best væri að fara út, tvennt kom til greina: annars vegar að halda áfram og taka annan vagn sem kæmi okkur yfir brúnna, laugardagur gat þýtt langa bið eftir vagni eða hinsvegar að fara út og labba sjálfar yfir brúna. Ævintýraþráin var sterk og ég benti Auði á hoppa út.
Við vissum nákvæmlega ekkert hvar við vorum en við vissum í hvaða átt áin var svo við héldum af stað. Auður faðmaði allar styttur sem hún sá á leiðinni, skemmtilegt að sjá gömlu byggingarnar renna saman við þær nýju. Það var mátulega heitt og sólin skein, þetta var yndislegt. Risaeðlur vísuðu okkur leiðina að Vísindasafninu. Handan við húsið blasti svo áin fræga við okkur. Við stöldruðum aðeins við og tókum inn þessa sýn, tveir myndarlegir karlmenn gengu hægt að okkur og dáðust að útsýninu, einn þeirra bauðst svo til að taka mynd. Við erum gordjúss með meiru. Eftir að hafa kvatt strákana hófst gangan að brúnni, sprungurnar sem blöstu við okkur fengu okkur til að hika en eitt sinn verða allir menn að deyja og það var upplifun að fá að ganga yfir brúnna.
Fljótabátarnir biðu okkar en við þurftum þó að bíða lengur eftir þeim, ferðinni okkar var aflýst að sögn skipstjórans og ekkert annað að gera en að hringja á taxa og halda annað. Stefnan var tekin á Walker Art Center og skúlptúragarðinn. Á listasafninu var Picasso sýning sem við urðum að kíkja á, vegna þreytu og svengdar varð stoppið þó styttra en planað var. Við týndumst og ég veit ekki hvað og hvað.. svaka ranghalar þarna inni. Wolfgang Puck veitingastaðirnir voru báðir lokaðir og þó það hefði verið gaman að skoða þarna myndirnar hans Picasso, Jackson Pollock, Andy Warhols og fleiri, þá urðum við að gefast upp. Við pöntuðum leigubíl aftur og létum hann fara með okkur í Nicollet Mall þar sem við fengum okkur í gogginn og Auður fjárfesti í Samsonite töskum. 4 wheelers! Got to have 4 Wheelers! Leigubílsstjórinn sem færði okkur heim kynnti okkur svo fyrir vandamálum og lífsháttum Eritreumanna. Það má með sanni segja að þetta hafi verið langmenningarlegasti dagurinn. Fórum á Bourne Ultimatium um kvöldið, kom verulega skemmtilega á óvart.
Sunnudagurinn var letidagurinn, sváfum út og um kvöldið pöntuðum við okkur pizzu upp á herbergi (smökkuðum Domino's eftirréttapizzuna sem hafði verið auglýst í sjónvarpinu) og pöntuðum mynd. Bara notalegheit. Á mánudeginum, meðan Auður svaf og horfði svo á High School Muscial númer tvö ^o) eheheemm hljóp ég um kringluna, ég fór tvo þrjá hringi og gerði dauðaleit að ferðatösku sem ég sá að var nú orðin bráðnauðsynleg og ætlaði að ná henni fyrir dekurdag nr 2 en það tókst ekki.
Stúlkurnar á Snips Spa tóku á móti okkur með opnum örmum. Í u.þ.b 4-5 klst var komið fram við okkur eins og drottningar. Fengum nudd, líkamsskrúbb og andlitshreinsun sem og það var þvegið á okkur hárið og það slétt (aftur Auður! Really? Seriously?) reyndar ekki mitt.. það var túberað. Eftir dekrið fengum við að gera okkur sætar og maðurinn í afgreiðslunni benti okkur Himnaríki á jörð í augum Auðar, Famous Dave's. Það var mikil furða að ég fékk hana nokkurn tímann til að prófa eitthvað annað eftir það.
Þriðjudagurinn fór að taka eina hæð í einu, það tók okkur um 3 klst að fara í gegnum eina hæð, fara inn í þær búðir sem við áttum eftir að skoða. Famous Daves, again... Nanny diaries, Wang Doodle. Waitress, IHOP. Check-out. Sheer-Cover. Hooters. Barney. Sammi. Tollurinn. Auglýsingahórurnar....
Það er svo margt annað en ég er búin.. þetta var alltof langt... you get the jist og við getum öll haldið áfram.
Frábær ferð :)