Aldan

laugardagur, september 29, 2007

Annar hluti: Auglýsingahórur og kanamellur sem teknar voru í tollinum!

Ég get svo svarið það að klukkan var ekki mikið yfir átta þegar var bankað hátt á hurðina hjá okkur. Dömurnar voru komnar til að taka til hjá okkur, þar sem Auður mín sefur á Evuklæðunum kom það á mig að takast á við þetta. Ég þaut til dyra eins og stórt lukkutröll. Hárið stóð út í allar áttir eins og venjulega og maskari niður á kinnar eftir erfiða nótt, stakk hausnum út um dyrnar og sagði með kynþokkafullri viskýrödd: Not today! Þetta átti eftir að verða hvimleitt þegar leið á vikuna, við vorum farnar að nota Do Not Disturb merkið óspart og þar af leiðandi voru rúmin óumbúin flesta dagana sem var sorglegt.

Við fórum þó oftast á fætur snemma til að ná morgunmatnum sem var til 10, grunlausar um að IHOP paradísin var rétt handan við hornið. Í staðinn fórum við í morgunverðarsalinn þar sem við gátum valið um Lucky Charms eða Special K, enskar beyglur, gróft eða hvítt brauð, smjör"líki" (can you believe it's not butter? Yes, I certainly can!) eða sultu ofan á og svo sætabrauð, alltaf til nóg af Muffins. Úrvalið og gæðin í samræmi við stjörnurnar tvær. En við vorum sáttar.. Lucky Charms rúlar!

Við ákváðum að hefjast handa í Walmart, auðvitað þekkti leigubílsstjórinn hreiminn, Íslendingar eru orðnir alræmdir þarna úti. Við eyddum 3 góðum klukkutímum í að rápa fram og til baka og máta óteljandi föt. Byrgðum okkur líka upp á sætindum, gosi, vatni, osti og eplasafa sem ég veit ekki betur en að herbergisþernurnar hafi fengið í arf eftir okkur, heilt gallon af eplasafa (hvað varstu að pæla Auður??). Sama hræðslutilfinningin breiddist út um líkamann og fyrir tveimur árum síðan þegar ég sá að leigubílsstjórinn okkar beið eftir okkur fyrir utan. Tilviljun? Veit ekki.. við og pokarnir okkar 16 ákváðum samt að rúnta með honum heim. Fínn karl, svoldið svartur en fínn.

Dagarnir renna saman en ég man að þennan dag gengum við að Hooters, planið var að fá sér að borða þarna og detta jafnvel í það. Við gengum upp að staðnum og svo strax frá honum aftur... það voru BARA karlmenn þarna inni.. jújú fínt fínt.. karlmenn fínt.. en þegar einu konurnar á svæðinu eru þvengmjóar í nærbuxum og þröngum bolum með svaka brjóst þá er ekkert víst að hægt sé að draga athyglina að tveimur búbbúlínum. Við áttum þó eftir að fara þangað inn.. meira um það seinna. Við enduðum á Bubba Gump Shrimp, ég sem er svona gasalega mikið fyrir sjávarfæði var náttla í skýjunum (já, þarna má greina smá kaldhæðni) Neinei, það var upplifelsi að prófa þetta. Við pöntuðum okkur forrétt og svo aðalrétt enda vel svangar en þegar við fengum forréttinn urðum við að afpanta afganginn þar sem matarstærðirnar þarna úti eru aðeins stærri en við höfum vanist til þessa og við sáum okkur ekki fært um að klára forréttinn, hvað þá aðalréttinn. Kvöldið var svo toppað með bíóferð, Auður valdi Superbad! Þrælfín, vitlaus en þrælfín.

Föstudagurinn endaði sem dekurdagur dauðans. Vorum hálf lúnar eftir allt labbið, við prufuðum Súrefnisbar (sem ég sá eftir daginn eftir þegar áhrif nuddstólsins komu fram), fengum axlanudd frá barþjóninum. Við fórum af súrefnisbarnum yfir í Nailtrix og fengum þar hand og fótsnyrtingu, French manicure auðvitað. Táneglurnar mínar eru enn í toppstandi eftir 3 vikur. Litlar austurlenskar skvísur sinntu okkur á meðan við lágum í stólum sem á stóð Whale Massage, svoldið súrt en fyndið þó ;) Auður er með eitthvað head fetish og vildi láta þvo á sér hausinn og slétta hárið svo við kíktum inn í Mastercuts, það endaði þó með því að ég lét setja lit í hárið á mér. Fékk rokkstjörnu lúkk, rauðar og hvítar strípur og brúnn litur undir og allt blásið upp. Ég var flott! Enduðum þetta á Friday's eins og vanalega.

Laugardagurinn - við fundum metróstöðina og á undraverðan hátt fundum við líka rétta strætóinn sem átti að flytja okkur nær Mississippi. Ég var í sæluvímu að komast aðeins frá Bloomington, markmiðinu loksins náð. Lítil sæt hús í úthverfum borgarinnar, hermenn í búningum, mér leið eins og ég væri að horfa á bíómynd. Við vorum ekki vissar hvar við ættum að fara út svo ég stóð upp og talaði við bílstjórann um það hvar væri best að fara út. Fyrr en varði var hálfur strætóinn kominn í samtalið, ræddi t.d. heillengi við konu í hjólastól um Ísland en auðvitað kom það fram einhversstaðar ég væri þaðan. Hún var vel kunnug og gat bent mér á það hvar best væri að fara út, tvennt kom til greina: annars vegar að halda áfram og taka annan vagn sem kæmi okkur yfir brúnna, laugardagur gat þýtt langa bið eftir vagni eða hinsvegar að fara út og labba sjálfar yfir brúna. Ævintýraþráin var sterk og ég benti Auði á hoppa út.

Við vissum nákvæmlega ekkert hvar við vorum en við vissum í hvaða átt áin var svo við héldum af stað. Auður faðmaði allar styttur sem hún sá á leiðinni, skemmtilegt að sjá gömlu byggingarnar renna saman við þær nýju. Það var mátulega heitt og sólin skein, þetta var yndislegt. Risaeðlur vísuðu okkur leiðina að Vísindasafninu. Handan við húsið blasti svo áin fræga við okkur. Við stöldruðum aðeins við og tókum inn þessa sýn, tveir myndarlegir karlmenn gengu hægt að okkur og dáðust að útsýninu, einn þeirra bauðst svo til að taka mynd. Við erum gordjúss með meiru. Eftir að hafa kvatt strákana hófst gangan að brúnni, sprungurnar sem blöstu við okkur fengu okkur til að hika en eitt sinn verða allir menn að deyja og það var upplifun að fá að ganga yfir brúnna.

Fljótabátarnir biðu okkar en við þurftum þó að bíða lengur eftir þeim, ferðinni okkar var aflýst að sögn skipstjórans og ekkert annað að gera en að hringja á taxa og halda annað. Stefnan var tekin á Walker Art Center og skúlptúragarðinn. Á listasafninu var Picasso sýning sem við urðum að kíkja á, vegna þreytu og svengdar varð stoppið þó styttra en planað var. Við týndumst og ég veit ekki hvað og hvað.. svaka ranghalar þarna inni. Wolfgang Puck veitingastaðirnir voru báðir lokaðir og þó það hefði verið gaman að skoða þarna myndirnar hans Picasso, Jackson Pollock, Andy Warhols og fleiri, þá urðum við að gefast upp. Við pöntuðum leigubíl aftur og létum hann fara með okkur í Nicollet Mall þar sem við fengum okkur í gogginn og Auður fjárfesti í Samsonite töskum. 4 wheelers! Got to have 4 Wheelers! Leigubílsstjórinn sem færði okkur heim kynnti okkur svo fyrir vandamálum og lífsháttum Eritreumanna. Það má með sanni segja að þetta hafi verið langmenningarlegasti dagurinn. Fórum á Bourne Ultimatium um kvöldið, kom verulega skemmtilega á óvart.

Sunnudagurinn var letidagurinn, sváfum út og um kvöldið pöntuðum við okkur pizzu upp á herbergi (smökkuðum Domino's eftirréttapizzuna sem hafði verið auglýst í sjónvarpinu) og pöntuðum mynd. Bara notalegheit. Á mánudeginum, meðan Auður svaf og horfði svo á High School Muscial númer tvö ^o) eheheemm hljóp ég um kringluna, ég fór tvo þrjá hringi og gerði dauðaleit að ferðatösku sem ég sá að var nú orðin bráðnauðsynleg og ætlaði að ná henni fyrir dekurdag nr 2 en það tókst ekki.

Stúlkurnar á Snips Spa tóku á móti okkur með opnum örmum. Í u.þ.b 4-5 klst var komið fram við okkur eins og drottningar. Fengum nudd, líkamsskrúbb og andlitshreinsun sem og það var þvegið á okkur hárið og það slétt (aftur Auður! Really? Seriously?) reyndar ekki mitt.. það var túberað. Eftir dekrið fengum við að gera okkur sætar og maðurinn í afgreiðslunni benti okkur Himnaríki á jörð í augum Auðar, Famous Dave's. Það var mikil furða að ég fékk hana nokkurn tímann til að prófa eitthvað annað eftir það.

Þriðjudagurinn fór að taka eina hæð í einu, það tók okkur um 3 klst að fara í gegnum eina hæð, fara inn í þær búðir sem við áttum eftir að skoða. Famous Daves, again... Nanny diaries, Wang Doodle. Waitress, IHOP. Check-out. Sheer-Cover. Hooters. Barney. Sammi. Tollurinn. Auglýsingahórurnar....
Það er svo margt annað en ég er búin.. þetta var alltof langt... you get the jist og við getum öll haldið áfram.

Frábær ferð :)

miðvikudagur, september 19, 2007

Lesefni næturinnar..

Love can transpose to form and dignity.

Love looks not with the eyes but with the mind.

And therefore is winged Cupid painted blind.

Nor hath Love's mind of any judgment taste—

Wings and no eyes figure unheedy haste.

And therefore is Love said to be a child,

Because in choice he is so oft beguiled.

Auglýsingahórur og kanamellur sem teknar voru í tollinum!

Þá er maður loksins lentur eftir ferðina til fyrirheitna landsins. Það hefur tekið sinn tíma að jafna sig eftir þessa blessuðu ferð, mér datt ekki í hug að það tæki svona á að láta dekra við sig, ég er búin á því. Ég var að hugsa um að gera þetta í pörtum svo þetta verði nú ekki of langt!


Við vorum mætar tiltölulega snemma út á völl, Auður græddi á því heilt Saga Class sæti sem, jújú.. hún átti alveg skilið. Í staðinn fékk ég heilt hokkílið ;op . Barinn var, okkur til mikillar skelfingar, lokaður!! Í staðinn fórum við í fríhöfnina og fjárfestum í litlum flöskum (12 talsins ) sem voru á tilboði og byrjuðum að staupa okkur á staðnum, færðum okkur svo yfir á barinn þegar hann opnaði. Markmiðið var auðvitað að þynna blóðið fyrir flugtak, hér vorum við að fylgja ráðum ákveðins Flugmanns, en hann hefur margsinnis tjáð sig um það að hann flýgur aldrei edrú!

Ég verð nú að segja að afþreyingarefnið um borð fer batnandi með árunum, í þessari ferð var auk annars myndefnis, heil nærfatasýning. Um borð var hokkílið sem sá um að ganga fram og til baka eftir ganginum og leyfði fólki að sjá allt það nýjasta frá Björn Borg og Calvin Klein. Strákar á aldrinum 16 og upp í svona 25, allir í flottu formi með stinna rassa. Mér leiddist ekki, ónei. Uppáhaldið mitt var þó gaurinn í the "movie" boxers, en á þeim voru myndir af frægustu pörum kvikmyndasögunnar eins og af þeim úr Casablanca o.s.frv. Eitt sniðugt trix til að beina athyglinni að rassinum var að hafa þá alla frekar lemstraða í andlitinu, glóðurauga hér, spor á enni þar.

Einhverjir smápattar voru í sætunum við hliðina á mér, eyddu allri ferðinni í að fá mig til að hleypa sér fram svo þeir gætu tjattað við vini sína. Ég lifði þetta af, varð þó hálf svekkt þegar Spiderman 3 var sýnd í stað Ocean's 13 sem ég var mikið búin að hlakka til að sjá. Óþolandi þegar fólk fylgir ekki settu plani! Karlmaðurinn hinum megin við ganginn eyddi fluginu að lesa einhverja bók, ég hafi hneppti peysunni þéttar að mér þegar ég sá að einn kaflinn hét Kamasutra og að hann var með 2 púða ofan á klofinu, svo brosti hann svona undarlega til mín...


Við lentum heilar eftir 6 klst og 20 mínútur á flugvellinum í MSP, á móti okkur tók þessi svakalegi hiti (32 gráður takk fyrir) og flassarinn góði, ég reyndar missti af mestu fjörinu en Auður var á fremsta bekk og fékk að sjá allt. Við biðum heillengi eftir skutlunni sem kom svo aldrei, svo við tókum taxa upp á hótel. Leigubílstjórinn var greinilega á túr, mjög pirraður yfir að hafa þurft að bíða í 4 klst eftir ferð, eins og það sé okkar vandamál! Við gerðum honum grein fyrir því að hann hefði ekki verið að bíða eftir okkur. Hann var orðinn úrkula vonar um að fá gott þjórfé hjá okkur þegar við komum á leiðarenda en svo þegar hann sá tipsið þá varð hann svo glaður að hann hoppaði hæð sína og sagði að ef við vildum partý eða bara eitthvað, hvað sem það væri, þá ættum við að hringja og gaf okkur spjaldið sitt. Ég veit ekki hvort við önguðum enn af áfengislykt eða vorum bara svona veislulegar... en já.. alltaf gott að hafa sambönd!

Við tékkuðum okkur inn, fyrsta skipti í lengri tíma sem bókunin mín finnst og ekkert vesen er á að finna herbergið. Auður var eitthvað æst í að vera fyrst að herberginu og reyndi með tilþrifum að brjóta eina reglu hótelsins um hlaup á ganginum og tókst næstum því að brjóta eitthvað fleira í leiðinni, þetta atriði mun lifa lengi í minningunni en ég veit ekki hvort ég hafi leyfi til að tjá mig meira um þetta mál svo restin verður að liggja milli hluta. Skiluðum af okkur töskunum og héldum út aftur. Fyrsta stopp var mallið... tókum einn hring á neðstu hæðinni, það tók góðan klukkutíma að labba hringinn án þess að fara inn í búðirnar, bara skoða. Næsta stopp var Friday's, við vorum svo heppnar að lenda á Blingo kvöldi, verðlaunin voru fríir forréttir auk annarra glaðninga. Á heimleiðinni reyndu Mosquito flugur að éta Auði lifandi, þær létu mig alveg í friði, greinilega ekki jafn girnileg.

En já.. fyrsti dagurinn leið hratt.. næstu enn hraðar.. (miklu) meira seinna..

þriðjudagur, september 18, 2007

Myndir komnar inn.. blogg fljótlega þýðir blogg innan viku.. þetta er allt að koma!

fimmtudagur, september 13, 2007

Komin heim, blogga fljótlega ;)

Fögnum!

laugardagur, september 01, 2007

Flestir eru eins ánægðir og þeir ásetja sér að vera!

Dagurinn í dag:


Í dag ætla ég að láta deginum nægja sína þjáningu og ekki taka ákvörðun lengra fram í tímann, en næstu tólf stundir. Ég ætla ekki að reyna að brjóta til mergjar öll vandamál lífs míns

Í dag ætla ég að vera ánægður. Ég ætla að trúa því sem Abraham Lincoln sagði : flestir eru eins ánægðir og þeir ásetja sér að vera.

Í dag ætla ég að leitast við að fá andlegan styrk. Ég ætla að læra eitthvað nytsamt. Ég ætla að lesa eitthvað sem krefst áreynslu, hugsunar og hugbeitingar.

Í dag ætla ég að laga mig eftir aðstæðum en ekki reyna að breyta öllu í það horf sem mig langar til sjálfan.

Í dag ætla ég að þjálfa mig á þrennan hátt. Ég ætla að gera einhverjum gott, án þess að nokkur viti. Ég ætla að gera eitthvað sem mér leiðist, aðeins til þjálfunar. Og ef tilfinningar mínar eru særðar, ætla ég ekki að láta á því bera.

Í dag ætla ég að vera eins snyrtilegur og mér er unnt, tala rólega og koma kurteislega fram. Gagnrýna engan. Reyna ekki að bæta eða aga nokkurn annan en sjálfan mig.

Í dag ætla ég að fara eftir áætlun. Líklega fylgi ég henni ekki nákvæmlega, en ég ætla að fara eftir henni í höfuðdráttum. Ég ætla að forðast tvo kvilla : hraða og ráðaleysi.

Í dag ætla ég að hafa hálfrar stundar ró aðeins fyrir sjálfan mig, til hugleiðingar og hvíldar. Þessi hvíldarstund ætla ég að öðlast betra yfirlit um líf mitt.

Í dag ætla ég að vera æðrulaus. Ég ætla ekki að vera hræddur við að njóta þess sem fagurt er og trúa því að veröldin gefur mér á sama hátt og ég henni.

Í dag ætla ég að reyna að temja mér auðmýkt hjartans og vera ekki hræddur við að viðurkenna breyskleika minn.

....

Ég held að allir hafi gott af því að lesa þennan texta yfir og tileinka sér boðskapinn...