Aldan

miðvikudagur, september 19, 2007

Auglýsingahórur og kanamellur sem teknar voru í tollinum!

Þá er maður loksins lentur eftir ferðina til fyrirheitna landsins. Það hefur tekið sinn tíma að jafna sig eftir þessa blessuðu ferð, mér datt ekki í hug að það tæki svona á að láta dekra við sig, ég er búin á því. Ég var að hugsa um að gera þetta í pörtum svo þetta verði nú ekki of langt!


Við vorum mætar tiltölulega snemma út á völl, Auður græddi á því heilt Saga Class sæti sem, jújú.. hún átti alveg skilið. Í staðinn fékk ég heilt hokkílið ;op . Barinn var, okkur til mikillar skelfingar, lokaður!! Í staðinn fórum við í fríhöfnina og fjárfestum í litlum flöskum (12 talsins ) sem voru á tilboði og byrjuðum að staupa okkur á staðnum, færðum okkur svo yfir á barinn þegar hann opnaði. Markmiðið var auðvitað að þynna blóðið fyrir flugtak, hér vorum við að fylgja ráðum ákveðins Flugmanns, en hann hefur margsinnis tjáð sig um það að hann flýgur aldrei edrú!

Ég verð nú að segja að afþreyingarefnið um borð fer batnandi með árunum, í þessari ferð var auk annars myndefnis, heil nærfatasýning. Um borð var hokkílið sem sá um að ganga fram og til baka eftir ganginum og leyfði fólki að sjá allt það nýjasta frá Björn Borg og Calvin Klein. Strákar á aldrinum 16 og upp í svona 25, allir í flottu formi með stinna rassa. Mér leiddist ekki, ónei. Uppáhaldið mitt var þó gaurinn í the "movie" boxers, en á þeim voru myndir af frægustu pörum kvikmyndasögunnar eins og af þeim úr Casablanca o.s.frv. Eitt sniðugt trix til að beina athyglinni að rassinum var að hafa þá alla frekar lemstraða í andlitinu, glóðurauga hér, spor á enni þar.

Einhverjir smápattar voru í sætunum við hliðina á mér, eyddu allri ferðinni í að fá mig til að hleypa sér fram svo þeir gætu tjattað við vini sína. Ég lifði þetta af, varð þó hálf svekkt þegar Spiderman 3 var sýnd í stað Ocean's 13 sem ég var mikið búin að hlakka til að sjá. Óþolandi þegar fólk fylgir ekki settu plani! Karlmaðurinn hinum megin við ganginn eyddi fluginu að lesa einhverja bók, ég hafi hneppti peysunni þéttar að mér þegar ég sá að einn kaflinn hét Kamasutra og að hann var með 2 púða ofan á klofinu, svo brosti hann svona undarlega til mín...


Við lentum heilar eftir 6 klst og 20 mínútur á flugvellinum í MSP, á móti okkur tók þessi svakalegi hiti (32 gráður takk fyrir) og flassarinn góði, ég reyndar missti af mestu fjörinu en Auður var á fremsta bekk og fékk að sjá allt. Við biðum heillengi eftir skutlunni sem kom svo aldrei, svo við tókum taxa upp á hótel. Leigubílstjórinn var greinilega á túr, mjög pirraður yfir að hafa þurft að bíða í 4 klst eftir ferð, eins og það sé okkar vandamál! Við gerðum honum grein fyrir því að hann hefði ekki verið að bíða eftir okkur. Hann var orðinn úrkula vonar um að fá gott þjórfé hjá okkur þegar við komum á leiðarenda en svo þegar hann sá tipsið þá varð hann svo glaður að hann hoppaði hæð sína og sagði að ef við vildum partý eða bara eitthvað, hvað sem það væri, þá ættum við að hringja og gaf okkur spjaldið sitt. Ég veit ekki hvort við önguðum enn af áfengislykt eða vorum bara svona veislulegar... en já.. alltaf gott að hafa sambönd!

Við tékkuðum okkur inn, fyrsta skipti í lengri tíma sem bókunin mín finnst og ekkert vesen er á að finna herbergið. Auður var eitthvað æst í að vera fyrst að herberginu og reyndi með tilþrifum að brjóta eina reglu hótelsins um hlaup á ganginum og tókst næstum því að brjóta eitthvað fleira í leiðinni, þetta atriði mun lifa lengi í minningunni en ég veit ekki hvort ég hafi leyfi til að tjá mig meira um þetta mál svo restin verður að liggja milli hluta. Skiluðum af okkur töskunum og héldum út aftur. Fyrsta stopp var mallið... tókum einn hring á neðstu hæðinni, það tók góðan klukkutíma að labba hringinn án þess að fara inn í búðirnar, bara skoða. Næsta stopp var Friday's, við vorum svo heppnar að lenda á Blingo kvöldi, verðlaunin voru fríir forréttir auk annarra glaðninga. Á heimleiðinni reyndu Mosquito flugur að éta Auði lifandi, þær létu mig alveg í friði, greinilega ekki jafn girnileg.

En já.. fyrsti dagurinn leið hratt.. næstu enn hraðar.. (miklu) meira seinna..

4 Comments:

  • Skemmtileg lesning, hlakka til að sjá framhaldið :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:33 e.h.  

  • Mér finnst merkilegast við þessa sögu að þið hafið virkilega nennt í kringluna eftir flug sem var 6 tímar plús! Ekki nokkur leið að það væri hægt að plata mig út úr hótelherberginu, nema ég hefði fengið að slaka smá á :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:30 f.h.  

  • Mollið lokaði kl hálf tíu! Eftir margra mánaða bið var enginn tími til að slaka á!! Þú ert karlmaður, skilur þetta ekki! Ég nenni samt ekki að skrifa framhald fyrir 2 lesendur! Sé til.. En takk fyrir kommentin elskurnar mínar!

    By Blogger Aldan, at 6:24 e.h.  

  • Hey get alveg fullyrt að við erum miklu fleiri sem lesum hérna, bara hraði samfélagsins kemur í veg fyrir að allir geti kommentað...
    ;)
    Elsku besta bíð spennt eftir framhaldi :)
    kv Arna

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home