Aldan

laugardagur, september 01, 2007

Flestir eru eins ánægðir og þeir ásetja sér að vera!

Dagurinn í dag:


Í dag ætla ég að láta deginum nægja sína þjáningu og ekki taka ákvörðun lengra fram í tímann, en næstu tólf stundir. Ég ætla ekki að reyna að brjóta til mergjar öll vandamál lífs míns

Í dag ætla ég að vera ánægður. Ég ætla að trúa því sem Abraham Lincoln sagði : flestir eru eins ánægðir og þeir ásetja sér að vera.

Í dag ætla ég að leitast við að fá andlegan styrk. Ég ætla að læra eitthvað nytsamt. Ég ætla að lesa eitthvað sem krefst áreynslu, hugsunar og hugbeitingar.

Í dag ætla ég að laga mig eftir aðstæðum en ekki reyna að breyta öllu í það horf sem mig langar til sjálfan.

Í dag ætla ég að þjálfa mig á þrennan hátt. Ég ætla að gera einhverjum gott, án þess að nokkur viti. Ég ætla að gera eitthvað sem mér leiðist, aðeins til þjálfunar. Og ef tilfinningar mínar eru særðar, ætla ég ekki að láta á því bera.

Í dag ætla ég að vera eins snyrtilegur og mér er unnt, tala rólega og koma kurteislega fram. Gagnrýna engan. Reyna ekki að bæta eða aga nokkurn annan en sjálfan mig.

Í dag ætla ég að fara eftir áætlun. Líklega fylgi ég henni ekki nákvæmlega, en ég ætla að fara eftir henni í höfuðdráttum. Ég ætla að forðast tvo kvilla : hraða og ráðaleysi.

Í dag ætla ég að hafa hálfrar stundar ró aðeins fyrir sjálfan mig, til hugleiðingar og hvíldar. Þessi hvíldarstund ætla ég að öðlast betra yfirlit um líf mitt.

Í dag ætla ég að vera æðrulaus. Ég ætla ekki að vera hræddur við að njóta þess sem fagurt er og trúa því að veröldin gefur mér á sama hátt og ég henni.

Í dag ætla ég að reyna að temja mér auðmýkt hjartans og vera ekki hræddur við að viðurkenna breyskleika minn.

....

Ég held að allir hafi gott af því að lesa þennan texta yfir og tileinka sér boðskapinn...

1 Comments:

  • Ef þú ætlaðir þér að gera þetta alla daga þá hefðir þú ekki tíma fyrir neitt annað.....

    By Blogger audibet, at 3:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home