Vísindavefur Háskólans
Ég fékk þessa skemmtilegu spurningu áðan: Hvað heitir hestur Línu Langsokks? Og varð að viðurkenna það fyrir sjálfri mér og kúnnanum að ég bara mundi það ekki svo ég ákvað að hefjast handa og komast að þessu þar sem við vorum nú bæði frekar forvitin um svarið. Með hjálp Google þá slæddist ég inn á Vísindavef Háskóla Íslands sem var auðvitað með svarið á takteinum. En samkvæmt þýðanda bókanna henni Sigrúnu Árnadóttir þá hefur hestinum aldrei verið gefið neitt formlegt nafn, Lína kallar hann Litla Kall eða Lilla gubben á frummálinu en hvort það sé sérnafn er ekki vitað. En allavega eftir að hafa tjáð kúnnanum um þetta fór ég að skoða mig aðeins um þarna á vefsíðunni, verð nú að viðurkenna það að ég hef lítið kíkt á þessa síðu þó maður hafi stöku sinnum væflast þarna inn af forvitni út frá einhverju sem ég gúglaði eða út frá visi.is Það er alveg þrælskemmtilegt að lesa þetta, þeir virðast vera að svara öllu. Föstudagssvörin voru einstaklega áhugaverð en þar svara þeir spurningum eins og: Hvar á ég heima? og í kjölfarið af því benda þeir á svar við spurningunni: Eruð þið heimskir? En auðvitað voru fróðlegri hlutir þarna inn á milli :)
1 Comments:
Bíddu ég heyrði eitthvað annað nafn sem ég get ómögulega munað í augnablikinu, (maður er sko búin að heyra þessa þætti annsi oft útundan sér :P ) ohh vá man ekki
díses ég þoli ekki þegar er svona, ég verð að vita... hehe svona er maður klikkaður
By Hjördís, at 10:12 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home