Aldan

mánudagur, apríl 23, 2007

Viðreynsla

Jæja, það kom að því... T.H.B.G.F.D.S* og druslan** eru hætt saman! Ég hef tekið eftir því að hann hefur alltaf fylgst vel með því hvenær ég er búin í vinnunni og beið eftir mér áðan þegar ég kom heim svo hann gæti reynt við mig í lyftunni. Þóttist missa skyrdolluna sína í gólfið þegar ég stóð fyrir aftan hann svo ég hefði betra útsýni yfir afturendann og sagðist svo vera að flytja. Ég veit samt ekki hvort það var reitta hænu lúkkið eða stæk andfýlan sem hindraði hann í því að bjóða mér út á deit en ég býst við honum aftur á sama tíma á morgun. Kannski stoppar hann lyftuna þá? Maður getur bara vonað! Þarf að muna að punta mig áður en ég held heim á leið, þó það væri ekki nema fyrir málarana og alla hina verkamennina sem bíða spenntir komu minnar á hverjum morgni!

Aldan út!

*The Hot Black Guy From DownStairs!
**The SKANK

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home