Aldan

þriðjudagur, október 18, 2005

The Descent

Eins og svo oft áður þá dró Anna mig og Laufeyju á hryllingsmynd í bíó! Nú var það The Descent.... ég verð að viðurkenna það að mér hefur aldrei brugðið jafn oft í bíó áður. Myndin var svoldið rosaleg, heyrði einhverja macho gaura segja að þeir hefðu orðið alveg skíthræddir. Þetta getur talist góð hryllingsmynd og ég mæli pottþétt ekki með henni fyrir viðkvæma.

Þegar við komum úr bíó var þvílíkt krípí þoka sem lá yfir borginni! Tilviljun??

Ég keypti enn eina jólagjöfina í dag og er farin að hlakka til jólanna í staðinn fyrir að kvíða fyrir þeim ;)
Í dag var líka keyptur þurrkari og enn ein kaffikannan sem hægt er að fá varahluti í ef Anna ákveður að taka hana í sundur og reyna að laga hana (þýtt sem eyðileggja) AFTUR!

1 Comments:

  • já ekkert smá spennandi mynd!!! Verð bara að segja að hún var betri en ég bjóst við!!!
    Vonandi sef ég almennilega í nótt.....verð örugglega með annað augað opið eins og hin skrímslin :[

    By Blogger Anna, at 12:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home