Aldan

mánudagur, október 17, 2005

Voðalega er dimmt hérna inni!

Ég fór í sumarbústað í síðustu viku, fór á föstudegi beint eftir næturvakt og var sett í aftursætið svo ég gæti nú sofið.

Í göngunum heyrist svo bæði í mömmu og Önnu: voðalega er dimmt hérna inni?
Þið ættuð þá kannski að taka af ykkur sólgleraugun; sagði ég þá úr aftursætinu!!

Hvernig getur maður sofið eftir svona? Jæja.. við komumst á áfangastað, æðisleg helgi hreint út sagt. Heitur pottur, stjörnubjart, góður matur. Inda kom meira að segja í heimsókn og við mamma fengum að hlusta á allskonar sögur síðan þær Anna voru upp á sitt besta. Fórum á Hvammstanga og Sauðárkrók, svona aðeins til að rifja upp gamlar minningar. Get ekki beðið eftir að komast aftur!

Á þriðjudaginn fékk ég þennan þvílíka verk í endajaxlinn, var bara að borða morgunmat og fékk svona svaka verk sem bara ágerðist. Hringdi í tannsa og hún kom mér að sama dag og dró hann út! Skil ekkert í því afhverju það var ekki búið að gera þetta fyrr! Ég er búin að kvarta í langan tíma við hana um að ég væri með kul og svona, tönnin var sprungin en samt vildi hún ekkert gera. Svo var þetta ekkert mál að draga hana út og ég finn ekki lengur fyrir þessu. Nú er ég bara aum eftir tanndráttinn. Æji.. þessir læknar! Til að toppa þetta allt þurfti ég að fara í próf daginn eftir, sé á morgun hversu slæmt þetta er!

Fór í bíó á Red Eye. Verð að segja að hún var með þeim betri sem ég hef séð á árinu. Spennan var alveg þvílík... ég er hissa á því að það skuli ekki hafa staðið í mér poppkorn í öllum látunum! Það sakaði ekki heldur að Cillian Murphy leikur eitt af aðalhlutverkunum, þótt hann sé slæmur strákur ;) Aðalleikkonan líkist Jennifer Garner furðulega mikið, hún er bara ekki eins pirrandi...

Rétt upp hendi sem er ósáttur við James Bond.. hverjum datt í hug að ráða ljósku?


Hooked on Sudoku??

(btw. Ég er ekki á móti ljóskum... en James Bond á bara að vera dökkhærður!)

Hvernig gat ég gleymt Joaquin Phoenix og Vince Vaughn þegar ég taldi upp fallegustu karlmennina!! Sérstaklega á tíma Clay Pigeons!

3 Comments:

  • Alveg sammála þér, Bondinn á að vera dökkhærður !!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:07 f.h.  

  • Já bondinn á að vera dökkhærður og ekkert annað en dökkhærður.

    Þekki ekkert til þessa leikara sem er fenginn til að vera nyji bondinn en miðað við myndirnar á mbl og fleiri síðum er hann mjög sjúskaður.

    Connery er og mun alltaf vera hinn sanni bond. Hann seti línurnar.

    Ef það hefði átt að fá ljóshærðan breta til að leika 007, þá hefði sean bean verið mun fýsilegri kostur en það er illmögulegt þar sem hann lék 006 og varð illmenni (man ekki hvaða bond mynd).

    Hvað er annars að frétta af þér?

    kv. Hanna

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:42 e.h.  

  • Sko...sumir eru bara of bjartsýnir á lífið og neyðast til að nota sólgleraugu í öllum aðstæðum :P

    By Blogger Anna, at 12:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home