Aldan

sunnudagur, september 26, 2004

Long time no blog!

Samvistin gengur bara stórvel, reyndar höfum við lítið sem ekkert verið heima vegna vinnu, skóla og veikinda. Íbúðin er orðin svaka kósý og fín hjá okkur, reyndar eigum við enn eftir að ganga frá nokkrum hlutum en allt hefur sinn tíma. Ég skora á fólk að fara að kíkja... er búin að fá þó nokkrar heimsóknir, á svo von á fleirum í vikunni. Ég held að spilakvöld og saumaklúbbur séu svo einhversstaðar handan við hornið!!
Jæja, tíminn er búinn í bili!! Meiri fréttir seinna!

föstudagur, september 10, 2004

Ég er flutt!!!


Loksins, þetta tók sinn tíma! Ótrúlegt hvað maður á mikið af dóti, íbúðin er full. Trúi því ekki að ég hafi komið öllu þessu dóti fyrir í litla herberginu í Grafarvoginum. Íbúðin er stórgóð, reyndar eru nokkrir vankantar, eins og t.d. það að við heyrum allt af efri hæðinni, hvert einasta fótatak. Svo virðist sem við búum í köngulóarlandi! Það er allt morandi í köngulóm utan á húsinu, sérstaklega mikið í kringum gluggana!
Skólinn er byrjaður aftur, þvílíkt vesen að velja sér fög! Ég vildi vera í 20,5 einingum er víst ekki hægt, líka allt of mikið. Svo þarf að velja fög sem skarast ekki á við önnur fög eða vinnuna! Ég endaði í 18 einingum eftir miklar pælingar, á samt örugglega eftir að breyta þessu öllu aftur.
Aumingja Anna er alveg blá og marin eftir flutningana, við vorum í viku að flytja!! Hræðilegt alveg, aldrei tekið svona langan tíma. En við vorum að flytja bara litla hluti fram og til baka, bæði af Skúló og Grafó. Ég er HÆTT að kaupa bækur!! Við erum með svo mikið af bókum að við þurfum heilt herbergi undir þær!! Já, þær og spilin! Hryllingur að bera þetta, kvíði bara fyrir því að þurfa að gera þetta aftur eftir ár! Við gátum svo ekkert byrjað að taka upp fyrr en stóru hlutirnir komu, það er nú komin einhver mynd á þetta hjá okkur. Hlakka til að fá gesti í heimsókn, loksins get ég boðið fólki upp á eitthvað annað en rúmið til að sitja á !! ;)