Aldan

föstudagur, janúar 25, 2008

Do not stand at my grave and weep
I am not there; I do not sleep.
I am a thousand winds that blow,
I am the diamond glints on snow,
I am the sun on ripened grain,
I am the gentle autumn rain.
When you awaken in the morning's hush
I am the swift uplifting rush
Of quiet birds in circled flight.
I am the soft stars that shine at night.
Do not stand at my grave and cry,
I am not there; I did not die.
Mary Frye

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Nýtt ár, ný færsla..

Heath Ledger er víst dáinn, það virðist almennt fá meira á fólk en sú staðreynd að ung móðir tapaði lífsbaráttunni í gær. Þó ætti það að standa okkur mun nær. Ég fyllist kvíðatilfinningu þegar ég les svona fréttir, ungt fólk sem berst fyrir lífi sínu vegna sjúkdóms sem það hefur enga stjórn á og lýtur svo í lægra haldi fyrir honum. Finnst ég ekki vera að taka mínu lífi nógu alvarlega, ber ekki næga virðingu fyrir því og er í raun og veru bara að sóa tímanum sem ég hef til. Ég er ekki að "berjast" eins og þetta fólk. Þessi tilfinning hverfur svo nokkru klukkustundum seinna og ég "gleymi" þessari hugsun og held áfram í þessu móki sem mér finnst ég lifa í. Dagarnir líða og lítið markvert gerist, maður heldur bara áfram. En málið er að ég vil ekki bara halda áfram, ég vil meira, breyta hlutum, fara og lifa lífinu og gera eitthvað af viti. Hætta þessari sífelldu endurtekt, ég er að upplifa sömu samtölin og sömu aðstæðurnar aftur og aftur. En eins og ég segi, þessi baráttutilfinning er líkleg til að hverfa, maður er alltaf sterkur í upphafi árs, tilbúinn í breytingar.

Ég sagði við vin minn um daginn að ég held ég hafi þroskast meira á þessum örfáu dögum sem af eru þessu ári en á öllu síðasta ári. Það er mikil innskoðun í gangi þessa dagana, færri netsstundir þó þær séu nú ófáar enda 10 tíma vinnudagur við tölvuna ekki líklegur til að fækka þeim mikið.

Enginn áramótapistill var birtur enda hef ég lítinn áhuga á að kryfja árið sem leið. Góðir hlutir og slæmir.. brúðkaup og jarðaför... það sem stendur upp úr eru utanlandsferðirnar.. ég man svo sem ekki eftir mörgu öðru... sýnir hversu vel ég nýtti tímann minn eða hitt þó. Ég er mjög bjartsýn á að þetta ár verði gott, þó svo að þessi pistill sé í drungalegri kantinum. Ég er reyndar bara mjög bjartsýn á að góðir hlutir munu gerast á þessu ári, nú þegar búin að vinna í happadrætti, jafnvel fleiri en einu ;) Ég vona að þessi tilfinning hverfi ekki, því ég er til í slaginn..

Þar til seinna... ég þarf að komast að því hvernig ég næ maskaranum af trýninu af Mikka. Þar sem hann slefar þegar hann malar og sú staðreynd að hann á til með að stanga mann þegar hann vill knús hefur valdið því að hann er með svarta klessu á trýninu sem ég næ ekki af :S