Vá hvað það er skrýtið að fá að vera að vinna svona á daginn! Ennþá skrýtnara reyndar að reyna að sofa að nóttu til! Það hefur reyndar ekkert verið neitt minna að gera.. jafnvel sunnudagur.. það er greinilega sumarfílingur í fólki.. allir að biðja um laugarnar og tjaldsvæðin!!
sunnudagur, júlí 24, 2005
laugardagur, júlí 16, 2005
Það er Loga Bergmanni að þakka að Anna mín fékk nýjustu Harry Potter bókina í hendurnar hálftíma eftir að byrjað var að selja hana! Hann á bæði koss og knús skilið fyrir það!
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Netbankinn tekur 90 kr fyrir að veita upplýsingar í gegnum síma!! Ég vissi ekki einu sinni af því og hringdi tvisvar með stuttu millibili og þær voru bara dónalegar!! Ef ég er að borga fyrir þjónustuna þá vil ég lágmark fá kurteisi með í pakkann!! Ein spurði geturðu ekki bara farið á netið sjálf... NEI þess vegna var ég að hringja!!