Aldan

föstudagur, febrúar 25, 2005

Mæli með White Noise! Cellular var einnig alveg frábær... þvílíkt spennandi og einnig fyndin... vissi að hún yrði góð en hún fór fram úr mínum væntingum.. Vorum með videókvöld í gær.. tókum Cellular og svo Anacondas.. hún var bara alveg ágæt líka.. betri en fyrri myndin... leiðinlegt hvað slöngurnar eru samt óraunverulegar.. maður hefði haldið að hægt væri að gera betur með tækninni sem er til staðar!

Your political compass
Economic Left/Right: -6.25
Social Libertarian/Authoritarian: -3.90

Nálægt Nelson Mandela, Ghandi og Dalai Lama... ekki slæmt

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Vikan hefur verið hálfundarleg! Lægsti punkturinn var kistulagningin hjá honum langafa, maður gerir sér alveg ljóst fyrir því að allir deyja og hann hefði orðið 96 ára seinna í mánuðinum. Það sem er sorglegast við þetta er það að hann og langamma bjuggu ekki saman síðustu mánuðina, hann var á Sólvangi meðan hún var heima. Ég sá hann síðast þegar hann var að jafna sig eftir mjaðmargrindarbrot, þau tvö voru eins og unglingar, alltaf að kyssast og kjassa hvort við annað, ástfangin upp fyrir haus eftir margra áratuga hjónaband! Gjörsamlega það sætasta í heimi!

Hápunkturinn á vikunni var aftur á móti sumarbústaðarferðin á fimmtudaginn! Fórum nokkrar saman í sumarbústað í Sandgerði, af öllum stöðum!! Smá ævintýri með lykla, kom í ljós að bróðir Auðar hafði látið hana hafa húslykla í stað fyrir sumarbústaðarlykla! Keyrðum til frænku hennar sem býr þarna nálægt og fengum lykla að öðrum bústað og biðum þar til Hjördís kom úr R.víkinni með rétta lykla.... Við eyddum kvöldinu í minnsta sumarbústað sem ég hef séð á ævinni, nei.. ég lýg.. næst minnsta... Grænuhlíðarbústaðurinn sem amma og afi áttu á þann titil, þar var meira að segja útikamar. En allavega, hann var það lítill að þegar grillið var inni, þá komst enginn fyrir inni... það var spáð í spil, spilað, farið í pottinn og svo var Singstar keppni í 5 tíma straight!!! Ain't no Sunshine laginu, sem og This Love með Maroon 5 var gjörsamlega nauðgað.. örugglega verið tekið 10 sinnum í röð, alltaf heyrðist: Aftur, bara einu sinni enn!! Fórum líka ekki að sofa fyrr en um 7! Ég er svo búin að vera með Franz Ferdinand lagið á heilanum núna í sólarhring!! Please, make it stop!!! WHATEVER var ofnotað!

Arna og Álfrún komu í heimsókn í vikunni... spjölluðum smá og gláptum á sjónvarpið... það fer að líða að því að Arna fari út... við Álfa erum að hugsa um að heimsækja hana kannski í sumar... erum að hugsa um að fórna USA ferðinni fyrir hana ;) Kalli kom með Hönnu í heimsókn í síðustu viku og náði að selja mér London... er orðin svoldið spennt fyrir því að kíkja þangað.

Ég missti víst af æðislegri humarsúpu vegna sumarbústaðarferðarinnar og nú er spurningin með það hvort ég nái að vakna á morgun til að kíkja með Snúrunum í kaffi til Gerðar, það á víst að færa henni sængurgjöf og kíkja á litlu snúruna, hana Önnu Sigyn! Ætla að muna að skila the Hitchhikers Guide to the Galaxy.. búin að vera með hana allt of lengi í láni.. síðan síðasta sumar held ég bara!!!

Þetta er orðið gott.. mig klæjar undan brjóstahaldaranum...

Símon er svo fyndinn! Hann var víst eitthvað fúll yfir því að ég fór frá honum í gær! Mamma hélt á honum á meðan ég kvaddi hana og svo hefur hún væntanlega lagt hann á gólfið en Anna sagði mér að um leið og hún lokaði hurðinni þá hafi heyrst reiðilegt mjálm og svo öskur í Mömmu! Hann hafði stokkið upp og bitið hana í rassinn!!! Ekki ofarlega á lærið heldur í sjálfan rassinn! Hann hefur haldið að hún hafi verið að reka mig í burtu eða eitthvað!