Aldan

föstudagur, desember 29, 2006

Bitur, ég ? Aldrei

Ég býst ekki við að fá nein komment frekar en fyrr daginn, ég er ekkert bitur út af því. Mér er bara nákvæmlega sama, ég gæti þó tekið upp á því að læsa blogginu svo ég geti fylgst betur með umferð um það. Ég gæti einnig tekið upp á því að nefna fólk sem ég veit að skoðar þetta en kommentar aldrei, svona hér og þar í blogginu í von um að fá viðbrögð frá því. Inga, Unnar, Úlla, pabbi, Anna (nýji teljarinn segir að hér hafi komið 12 heimsóknir frá Bretlandi en ekkert komment fylgt heimsóknunum), Ásta (nokkrar frá Danmörku), Auður (Ítalía kemur sterk inn), Olga (frá Ástralíu af öllum stöðum), etc... ;) en ég nenni ekki að standa í því ;) Það er greinilega til of mikils ætlast að fá ykkur til að senda mér hlýlega kveðju.... nei djók... Ég skil ykkur alveg, ég er sjálf drulluléleg að kommenta á aðrar síður. Ég þarf líklega að finna eitthvað meira djúsí til að skrifa um svo hægt sé að kommenta á það, ég skoða málið og hef samband aftur. Mér þykir bara vænt um að þið nennið að kíkja á mig stöku sinnum. Annars setti ég inn myndasíðu fyrir ykkur hér til hægri sem verður uppfærð á næsta ári ef þið eruð heppin!

10 Comments:

  • ef mar yrði nefndur á nafn myndi mar kannski kommenta;) nei djók.

    ég frétti að það hefði orðið ansi skrautlegt hjá ykkur þegar líða var tekið undir morgun 27. des.

    hvernig var heilsan?

    kv. pannan

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:43 f.h.  

  • nohh maður er bara nefndur á nafni að þessu sinni. Já það er skömm að því að kommenta sjaldan, kannski bara nýtt áramótaheiti að kommenta oftar!!!Ég vil þakka fyrir jólakortið í ár, því miður þá sendi ég ekki 1 stk. jólakort í ár:(en bæti það upp á næsta ári:)
    Með kveðju, Ásta Björk

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:08 e.h.  

  • kommentabetl er þetta!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:39 e.h.  

  • Gleðileg jól elsku Alda! Þú mátt ekki hætta með þessa síðu please lofa að vera duglegri að kommentera en kann svo lítið á svona en hugsa til ykkar. Þúsund kossar og knús frá Ingu frænku.

    ps. Hvernig gengur með ritgerðina?Langar svooooo í útskriftarveislu hehe.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:57 e.h.  

  • 1) Heilsan var fín þar til ég vaknaði um 11 daginn eftir (nákvæmum 4 tímum eftir að ég lagðist til svefns), það sem eftir lifði dagsins var ég í hálfgerðu móki! Þetta var hræðilegt!

    2) Mér þykir nú samt soldið vænt um þig og ég fékk áramótakveðju svo þú sleppur í gegn!

    3) Smá betl sakar nú engan, sérðu ekki að ég fékk komment :)

    4) Ég er ekkert að fara að hætta strax þó ég bloggi full oft án tilgangs. En varðandi útskriftarveisluna, ætli hún verði nokkuð í bráð, ritgerðin er ekki komin á blað en ég skal baka köku handa þér við tækifæri :)

    By Blogger Aldan, at 3:53 e.h.  

  • Maettir blogga fyrir mig...finnst skemmtilegra ad lesa tau en skrifa :P

    By Blogger Anna, at 11:14 f.h.  

  • Ég skil ekkert í fólki, ég kommenta nú reglulega hjá þér og á hrós skilið! (hehe)

    Kveðja,
    Mangós

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:51 e.h.  

  • Þú ert nú líka alveg yndisleg Magga mín!! Takk fyrir öll kommentin sem þú hefur gefið mér í gegnum tíðina!

    Sko.. þið hin myndu líka fá svona ef þið væruð duglegri!!

    By Blogger Aldan, at 6:53 e.h.  

  • hehehe...

    Kveðja,
    Mangós

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:54 e.h.  

  • Ég verð að viður kenna það að ég er ansi ódugleg við að kommenta hjá mínum yndislegu vinkonum sem eru með blogg : ) heheh....

    Áramótaheitið mitt verður pottþétt það að ég ætla að vera duglegri að kommenta á komandi ári!!!

    Hó hó

    Sólveig.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:33 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home