Tungumálaörðugleikar
Mín yndislega, frábæra en klikkaða systir dvelur hjá okkur núna yfir jólin ásamt tengdaföður sínum honum Michael. Þessi maður er algjör gullmoli eins og Robin sonur hans var.
Málið er að hann fékk buxur í jólagjöf frá fjölskyldunni sem þurfti að stytta og mamma gerði það í gær. Í morgun þegar hann kemur fram segir hann að hann sé með slæmar fréttir fyrir hana og sýnir henni hvernig önnur skálmin er miklu styttri en hin. Mamma fékk alveg sjokk og skildi bara ekkert hvernig hún hefði farið að því að gera svona svakaleg mistök þegar hún hafði mælt allt nákvæmlega. Það var frekar húmað í stofunni og hann bað hana um að kveikja ljósin til að skoða þetta nánar, því það væri sko öruggt að annar fóturinn hefði ekki vaxið um einhverja sentimetra yfir nóttina. Þegar hún kveikir ljósin og fer að þreifa á þessu þá sér hún að hann hafði brotið upp á buxurnar bara til að stríða henni. Hún hló svo mikið að hún kafnaði næstum því. Hann er alveg agalegur kallinn.
Það er ekki hægt að segja að hún móðir mín sé sú snjallasta í enskunni, en hún má þó eiga það að hún reynir að gera sig skiljanlega. Michael er albreskur og auðvitað ganga samskiptin ekki alltaf greiðlega.
Um daginn hafði móðir mín áhyggjur af því hvort honum væri nokkuð kalt á nóttinni, svo hún spurði hann hvort það væri flísefni í náttfötunum. Á meðan hún tók í efnið spurði hún: Flís? Michael, flís? Aumingja maðurinn var niðurbrotinn þegar hann spurði Önnu svo nokkru seinna hvort hún héldi virkilega að hann væri með flær!
Annars er kallinn alveg þrælskemmtilegur, húmoristi með meiru og reynir við alla kvenmenn á svæðinu. Ég vorkenni öllum gengilbeinunum sem hafa lent á honum. Nú situr hann inni í herbergi og reynir að finna út hvernig hann getur platað hana á morgun.
Málið er að hann fékk buxur í jólagjöf frá fjölskyldunni sem þurfti að stytta og mamma gerði það í gær. Í morgun þegar hann kemur fram segir hann að hann sé með slæmar fréttir fyrir hana og sýnir henni hvernig önnur skálmin er miklu styttri en hin. Mamma fékk alveg sjokk og skildi bara ekkert hvernig hún hefði farið að því að gera svona svakaleg mistök þegar hún hafði mælt allt nákvæmlega. Það var frekar húmað í stofunni og hann bað hana um að kveikja ljósin til að skoða þetta nánar, því það væri sko öruggt að annar fóturinn hefði ekki vaxið um einhverja sentimetra yfir nóttina. Þegar hún kveikir ljósin og fer að þreifa á þessu þá sér hún að hann hafði brotið upp á buxurnar bara til að stríða henni. Hún hló svo mikið að hún kafnaði næstum því. Hann er alveg agalegur kallinn.
Það er ekki hægt að segja að hún móðir mín sé sú snjallasta í enskunni, en hún má þó eiga það að hún reynir að gera sig skiljanlega. Michael er albreskur og auðvitað ganga samskiptin ekki alltaf greiðlega.
Um daginn hafði móðir mín áhyggjur af því hvort honum væri nokkuð kalt á nóttinni, svo hún spurði hann hvort það væri flísefni í náttfötunum. Á meðan hún tók í efnið spurði hún: Flís? Michael, flís? Aumingja maðurinn var niðurbrotinn þegar hann spurði Önnu svo nokkru seinna hvort hún héldi virkilega að hann væri með flær!
Annars er kallinn alveg þrælskemmtilegur, húmoristi með meiru og reynir við alla kvenmenn á svæðinu. Ég vorkenni öllum gengilbeinunum sem hafa lent á honum. Nú situr hann inni í herbergi og reynir að finna út hvernig hann getur platað hana á morgun.
2 Comments:
LOL
By Nafnlaus, at 8:24 f.h.
hahahahaha....en skemmtilegur : )
Sólveig.
By Nafnlaus, at 4:57 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home