Aldan

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Það er svoldið merkilegt með þessa viðgerð á bílnum, ég lét laga flautuna og festa spegilinn aftur á eftir smá árekstur við bílaþvottavél svo ég fengi skoðun, en svo virðist sem gírkassinn sé kominn í lagi. Hann er búinn að vera óþekkur núna í lengri tíma og ég hef þurft að gíra hann upp í miklum kulda (hann er sjálfskiptur) en núna malar þessi elska og hrekkur alltaf strax í gírinn.... ef ég læt laga útvarpið ætli pústið fari þá að haga sér? Pæling. Fegin er ég samt, að spara þarna tugi í kostnað vegna viðgerðar, það verður samt að viðurkennast að þetta er samt svoldið spes...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home