Sannleikurinn er..
að heiðurinn af færslunni hér að neðan á Flugmaðurinn. Nú skal ég skýra málið fyrir ykkur. Þannig er mál með vexti að um daginn vaknaði ég við tónlist sem var frekar hátt stillt. Ég hélt í fyrstu að þetta væri síminn minn en komst svo að því að græjurnar höfðu farið í gang af sjálfum sér. Ég stökk fram úr rúminu og ætlaði að slökkva á þessum hávaða en það gerðist ekki neitt, ég reyndi nokkra takka og áfram ómaði Páll Óskar, fjarstýringin virkaði ekki heldur. Til að stoppa þetta þurfti ég að kippa öllu draslinu úr sambandi. Auðvitað var maður skelkaður, það fyrsta sem maður hugsar er "Draugagangur", þó á maður að vita betur. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist því um daginn þá kviknaði á segulbandstækinu af sjálfum sér líka, það fannst mér reyndar óhugnalegra. En svo við víkjum aftur að Draugasögunni, ég sagði Flugmanninum frá þessu og það fyrsta sem hann segir er : Ég veit alveg hvað þetta er... og svo romsar hann þessari svakalegu sögu út frá sér, segir mér að húsið mitt sé byggt á gömlum grafreit og já.. þið lásuð þetta. Þið sem hafið lesið hann vitið að hann er þrælgóður penni og hugmyndaríkur með meiru, það var ekki erfitt fyrir hann að koma með eitthvað svona á nóinu. Tilgangur líklega til að athuga hversu langt hann gæti gengið með mig. Sagan var svo bara svo djöfulli góð að ég bað hann um leyfi að setja á bloggið, hann tók hana saman fyrir, breytti smá og afraksturinn sáuð þið hér að neðan!
Hvað segið þið um þetta ;)
p.s. ég vil benda fólki á að lesa nýjustu færslu Flugmannsins. Hún er líka djöfulli góð!
Hvað segið þið um þetta ;)
p.s. ég vil benda fólki á að lesa nýjustu færslu Flugmannsins. Hún er líka djöfulli góð!
3 Comments:
Já, þetta vissi ég!
By Nafnlaus, at 3:01 e.h.
Aha, semsagt ekkert duló við þetta. Bömmer!
Kv. Nína
By Nafnlaus, at 12:16 e.h.
Var þetta bara bull og vitleysa - uss!!
Hef orðið var við svipaða hluti heima hjá mér, þ.e. að græjurnar kveikni á sér af sjálfu sér og svona...
...held einmitt að ég hafi kallað þetta yfir mig með kukli...
By Nafnlaus, at 12:49 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home