Aldan

mánudagur, desember 10, 2007

Litur

Hef svo sem ekki frá neinu að segja, en vildi sýna lit svo þið fáið hér sorglega dagbókarfærslu...

Fimmtudagur, vaknaði klukkan 18 við að klukkan hringdi. Bölvaði henni í sand og ösku þar til ég mundi afhverju ég þurfti að vakna. Menningarklúbburinn hafði planað hitting, alltaf gaman að hitta það pakk. Skellti mér í sturtu og reyndi að forðast að bera of mikið af sæt-lyktandi kremum á mig þar sem ég fæ all oft komment um að ég lykti eins og nammi... Nína elskan sótti mig á grænu hættunni sinni og við héldum áleiðis á Vegamót. Auðvitað var allt pakkað þar svo við ákváðum að prufa eitthvað nýtt, Kaffi Oliver varð fyrir valinu. Fyrir utan að hafa næstum frosið í hel þarna, þá var staðurinn svo sem alveg ágætur. Þjónustan var reyndar hræðileg en maturinn bætti svo sem upp fyrir það þó við hefðum ekki alveg verið búin að plana svona "stóra" máltíð, þá var kalkúnninn lostæti og alls ekki dýr... Auðvitað var mikið spjallað en þegar Hanna var farin að biðja um þriðja jakkann til að leggja á herðar sér, þá var tími til kominn að yfirgefa staðinn. Indælt kvöld sem lauk með kakó á Café París.

Föstudagur. Eitthvað er dagurinn nú gloppóttur, ætli ég hafi ekki sofið hann af mér eins og alla aðra þessa dagana. Ég man þó eftir því að hafa vaknað við ilminn af Moussakanu sem ég sá svo allt kvöldið eftir að hafa étið, stinkaði af hvítlauk enda örugglega heill hvítlaukur í þessu. Eníveis, skellti mér aftur í sturtu (jújú, alltaf sama rútínan).. Snúrurnar höfðu planað Singstar partý og undirrituð auðvitað heiðursgestur út af öllu þessu drasli sem hún er búin að vera sanka að sér. Ég mætti "fashionably late" en var samt sú fyrsta á svæðið. Mætingin var heldur dræm vegna próflesturs, landfræðilegra vandkvæða og svefnleysis. En ég skemmti mér stórvel... Dvergurinn tók auðvitað glæsilega á móti gestum sínum, eins og vanalega og við sem mættum sátum þarna í vellystinum milli þess sem við kjöftuðum og sungum. Eitthvað lið dró mig svo í bæinn, bíllinn kom fullur (eða voru þau full, ég man ekki) en allavega við fórum á bæjarrölt sem þrátt fyrir kulda og biðraðir var bara alveg stórgaman. Stórskemmtilegt kvöld og tónlistin í betra lagi á þeim stöðum sem við fórum á, greinilega einhver nostalgía í gangi.

Aníveis, Ríkharður þriðji býður eftir mér... seinna :)

1 Comments:

  • ha ha

    fullt af liði eða liði fullt - spurning.

    því miður náði ég ekki að gera neitt með ykkur... sofnaði inn á pizza pronto (okey dottaði)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home