Þetta Feisbúkk dæmi
Ég get ekki sagt annað en að ég hafi voða gaman af þessu, þetta hefur bjargað nokkrum næturvöktum hjá mér. Fyrir utan alla leikina og prófin þá getur maður gert ýmislegt við vini sína, hvort sem það er dónalegt eða bara sætt... fyrr í kvöld hafði ég t.d. samfarir við Jésúbarnið "Crouching Tiger Style", í dýragarði fyrir framan apabúrið og við reyktum sígarettu eftir á. Svo "dýrkaði" ég aðra vinkonu mína, tók gáfnapróf sem sýndi fram á að ég væri yfir meðaltali gáfuð sem er auðvitað bara heilagur sannleikur og svo margt, margt fleira. En svo er annað skemmtilegt sem maður getur gert, það er að njósna um strákana sem maður var eða er skotinn í, skólavini og vinkonur sem maður talar aldrei við í dag. Flestir eru með opnar síður svo maður getur skoðað myndir, hvað þeir eru að bralla þessa dagana, hvaða vini þeir eiga, hvort þeir séu enn á lausu og fleira... þetta er voða gaman. Ég er samt alltaf svo hrædd um að þeir "sjái" að ég hafi verið að skoða síðuna hjá sér. Fyrir nokkru las ég að það ætti að koma stilling sem sýndi það hverjir væru að skoða, hvað ef ég missi af tilkynningunni þegar þetta er sett upp og skoða síðu hjá strák sem er að fylgjast með gestum! Ég myndi verða miður mín, kannski búin að skoða "vininn" nokkrum sinnum í viku.. Vinur minn reyndi að hughreysta mig og sagði að það yrði ólíklegt að þetta kæmi og í versta falli gæti maður kannski afmáð spor sín. Ég veit ekki hvort ég eigi eftir að geta litið framan í þetta fólk ef ég hitti það á förnum vegi, yrði svo skömmustuleg... Ég vil geta séð hverjir skoða mig en ekki öfugt:-)
Ein skömmustuleg
Ein skömmustuleg
3 Comments:
Mig myndi vilja sjá hvort e-rji væru að skoða mig... og þá geta þeir verið skömmustulegir :)
deblanco
By Nafnlaus, at 8:40 f.h.
Já þetta Facebúkk dæmi er tímaþjófur dauðans sjæsen. Stórhættulegt- en ja endilega lattu mig vita þegar aðrir geta farið að sja að maður hafi verið að hnýsast:o
En svona venjulega er það nokkuð hægt??(þ.e. að sja að maður hafi verið að skoða)svona á venjulegum heimasíðum sem maður "slysast" inn á??? .....eða á mig að byrja að hitna nuna!!!
úufff púfff
By Nafnlaus, at 1:24 e.h.
Ég skil ekki þetta facebook dæmi. Reyndar finnst mér þetta svo drepleiðinlegt að ég eyddi aðgangnum mínum. Það varð reyndar til þess að fólk hélt að ég hefði eytt því sem vini mínum og það er því fúlt útí mig. Það er misskilningur, mér er ekkert verr við það fólk í dag en áður en ég eyddi aðgangnum.
By Nafnlaus, at 5:58 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home