Aldan

laugardagur, desember 29, 2007

Sápuóperan heldur áfram...

Í gærkvöldi fór ég í heimsókn á smitsjúkdómadeildina A7 á Landspítalanum. Er það eitthvað sem maður vill í raun og veru gera? Heimsækja fólk á smitsjúkdómadeildinni? En allavega, byrjum á byrjun. Michael og Anna fóru í apótek í gær, hann var búinn að finna fyrir verk í fætinum og ætlaði að fá sér verkjatöflur. Þau fengu samt einhvern til að kíkja á fótinn í apótekinu og var bent á að halda beint upp á spítala. Eftir þó nokkrar rannsóknir og kom í ljós að hann var með blóðtappa í fætinum og var strax lagður inn. Hann var svo færður upp á smitsjúkdómadeild vegna þess að hann hefur dvalið á erlendum spítala einhvern tímann á síðustu 6 mánuðum. Við fórum svo í heimsókn til hans í gær eftir matarboðið hjá Úllu. Maður gekk eftir löngum ganginum, hann var í stofu á enda gangsins. Flest herbergjanna voru hálf opin, önnur kyrfilega læst og utan á hinar ýmsu merkingar sem gáfu til kynna hvaða ráðstafanir maður þyrfti að gera áður en haldið væri lengra, hvort sem það voru hanskar, sloppar, grímur eða það sem við átti. Á einni hurð var miði með áletrun á pólsku, fyrir neðan stóð að maður þyrfti að hafa samband við hjúkrunarfræðing áður en gengið væri inn. Þar sem Michael var gekk maður inn í lítið herbergi þar sem maður setti á sig slopp og hanska, þetta var hálf óhugnalegt allt saman. Hann má þó eiga að hann var líklega með besta útsýnið á öllum spítalanum, hornsvíta með útsýni yfir Kópavoginn, þó hann verði kannski þarna yfir áramótin, þá er það ekki alslæmt.

Ég verð þó að deila með ykkur þeirri staðreynd að ég fór á klósettið þarna. Aftur, er það eitthvað sem maður vill gera? Nota salernisaðstöðu á smitsjúkdómadeild? Ég held ekki, gerði það nú samt. Fyrir utan að það var skurðlæknahanski upp í loftinu, yfir reykskynjaranum og búið að rífa aðeins úr innréttingunni svo það sást í rör, já svona eins og einhver æta hefði komist í viðinn og það þurft að rífa smitaða svæðið í burtu. Eins hrifin og ég er af almenningssalernum þá var þetta ekki mín skemmtilegasta upplifun, það má segja að för mín á salernið á Burger King við Tottenham Court Road í London hafi verið skemmtilegri í minningunni, hún hefur lengi átt titilinn af verstu salernisreynslu seinni tíma! Þar voru allar flísar á veggnum brotnar, hurðin hálf rifin af hjörum, vaskurinn lak og allt ógeðslega skítugt þar inni. Klósettin á flugvellinum í Barcelona gáfu líka skemmtilega reynslu og ef ég held áfram að tala um klósettferðir þá man ég líka eftir ákveðnu klósetti inn í Barcelona sem helmingur af Snúrunum fékk að prufa, kamarinn hjá pizzastaðnum nálægt Gaudi garðinum, muniði eftir honum?? Þar sem við fengum okkur að borða undir bleiku blómunum. But you gotto go when you gotto go!

Ég þarf að fara í sturtu núna :S

8 Comments:

  • Hefurðu farið á klósett í Perú? Mig grunar að Burger King klóið blikni í samanburðinum...úff.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:23 e.h.  

  • Veistu, ég hef farið á þetta sama klósett á Burger King, ég var því að velta því fyrir mér hvort þetta hafi verið þegar við hittumst í London!?! En allavega... það var svo ógeðslegt að ég hafði ekki þörf fyrir það að fara á klósett aftur í góðan mánuð... svakalegt alveg!

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:38 f.h.  

  • Nei, Nína mín.. ég hef enn ekki prófað klósettin í Perú. Persónulega er ég ekkert voða spennt yfir að prófa þau þó mig langi að heimsækja landið. Læt það samt ekki stoppa mig ;)

    Ögmundur: Jújú, sama klósett. Þið voruð á netkaffihúsinu þegar ég þurfti að skreppa afsíðis... hrikalegt alveg.

    By Blogger Aldan, at 6:49 f.h.  

  • Viljið þið ögm ekki bara fara á Skype og stofna klósettaðdáunar/-haturs klúbb? Kommon skiljiði!

    Já, og hvernig væri svo að breyta þessu góða kommentakerfi á þann veg að það opnist í pop-up glugga? Það er ekkert mál sko! Ótrúlega leiðinlegt að smella á TV0 linka til að geta kommentað og hefur það dregið mjög úr kommentagleði minni í gegnum tíðina. Þetta virkar þannig að fyrst fyllist ég kvíða yfir að þurfa að smella tvisvar á link, svo fyllist ég kvíða yfir að þurfa að slá inn óskiljanlegar stafarunur til að staðfesta að ég sé sannarlega af holdi og blóði og að lokum fyllist ég kvíða þegar ég átta mig á því að þegar ég er búinn að kommenta þarf ég að ýta tvisvar sinnum á back takkann! Jesús, það sem á mann er lagt fyrir eitt skitið komment! Þessvegna sleppi ég oft að kommenta eða - það sem verra er - loka tabinu í firefox með blogginu þínu áður en ég næ að klára kommentið!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:26 f.h.  

  • Heyrðu klósettin í London og Barcelona eru sko hátíð miðað við klóin í Kuala lumpur og Balí!! hehe...

    Sólveig.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:22 f.h.  

  • Sápuóperan heldur áfram? Ég get ekki séð það. Hér hefur ekkert verið birt svo dögum skiptir!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:02 f.h.  

  • Jæja, er ekki komin tími á blogg?

    Kv.
    MMG

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:12 e.h.  

  • Jújú, það fer að koma að því :)

    By Blogger Aldan, at 6:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home