Ég er í lagi eins og ég er!
Það er stórfínt alveg!
Ég beilaði nefnilega á afmælinu og Snúruhittingnum! Ég veit upp á mig sökina, ég var bara svo þreytt! Ég bæti afmælisbarninu það upp um helgina, hún er bara eins árs þannig ég efa að hún eigi eftir að erfa það við mig mjög lengi. Það er annað mál með Snúrurnar, Dvergurinn hótaði grát og gnístran tanna ef fólk myndi ekki mæta, ég vona að fólk (annað en ég) hafi mætt. Ég hefði hvort eð er ekkert getað stoppað lengi því ég þurfti svo að mæta í vinnu. Einn dagur í frí, tveir dagar í vinnu, þrír dagar í sumarbústað og nýja árið. Ég mæli með að fólk fylgist með bloggáskorun Netverjans og Flugdrottningarinnar, svo hefur Netverjinn lofað áramótaannál sem fólk bíður spennt eftir (fólk=ég). Ég hef samt sterkan grun um að hann muni einungis birta færslur um einn mánuð í einu til að lifa þessa bloggáskorun af, það væri eftir öllu! Cherríó!
Ljónið - dagurinn í dag
Það er hvorki ástæða til þess að fela sig né breytast. Þú ert í lagi eins og þú ert. Ljónið leggur eitthvað frábært af mörkum til einhvers sem félagi þess fæst við. Með því hjálpar það honum til þess að komast áleiðis.
Ég beilaði nefnilega á afmælinu og Snúruhittingnum! Ég veit upp á mig sökina, ég var bara svo þreytt! Ég bæti afmælisbarninu það upp um helgina, hún er bara eins árs þannig ég efa að hún eigi eftir að erfa það við mig mjög lengi. Það er annað mál með Snúrurnar, Dvergurinn hótaði grát og gnístran tanna ef fólk myndi ekki mæta, ég vona að fólk (annað en ég) hafi mætt. Ég hefði hvort eð er ekkert getað stoppað lengi því ég þurfti svo að mæta í vinnu. Einn dagur í frí, tveir dagar í vinnu, þrír dagar í sumarbústað og nýja árið. Ég mæli með að fólk fylgist með bloggáskorun Netverjans og Flugdrottningarinnar, svo hefur Netverjinn lofað áramótaannál sem fólk bíður spennt eftir (fólk=ég). Ég hef samt sterkan grun um að hann muni einungis birta færslur um einn mánuð í einu til að lifa þessa bloggáskorun af, það væri eftir öllu! Cherríó!
Ljónið - dagurinn í dag
Það er hvorki ástæða til þess að fela sig né breytast. Þú ert í lagi eins og þú ert. Ljónið leggur eitthvað frábært af mörkum til einhvers sem félagi þess fæst við. Með því hjálpar það honum til þess að komast áleiðis.
2 Comments:
Hnuss! Það var skammarlega léleg mæting.
By Nafnlaus, at 3:24 e.h.
Æ :( úps.. leiðinlegt að heyra... það er greinilega sukkið sem dregur fólkið að... þessar snúrur sko!!Þetta hefur verið of saklaust fyrir þær! Nó sukk nó snúr!
By Aldan, at 4:44 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home