Þann 22. október síðastliðinn lést Robin hennar Önnu eftir um eins og hálfs árs baráttu við krabbamein. Þessi yndislegi og já, bara hreint út sagt frábæri maður skilur eftir sig stórt spor í hjartanu. Þó svo að við höfðum ekki hist oft, þá vissi ég hvaða mann hann hafði að geyma, í yfir 10 ár hafði hann verið partur af lífi systur minnar. Þessi maður hafði stóran persónuleika sem og mikinn húmor og hver sem var svo heppinn að rekast á hann á lífsleiðinni man eftir honum því hann var ein af þessum persónum sem erfitt er að gleyma.
Við mamma flugum út strax daginn eftir, þær í vinnunni voru svo yndislegar og redduðu vöktunum mínum svo ég gæti verið úti sem lengst. Tíminn úti leið hratt, pappírsvinna og undirbúningur fyrir jarðarförin, við hentumst hingað og þangað, það var í nógu að snúast. Jarðaförin var viku eftir andlátið, Robin var ekki trúaður og hafði beðið um að athöfnin myndi vera í umsjón húmanista. Við vorum sótt á eðalvögnum heim til Michael, föður Robins og þaðan var keyrt rólega í átt að líkbrennslunni... hljómar illa en Crematorium, ja .. það er ekki hægt að orða þetta mikið öðruvísi. Húsið er staðsett í miðjum garði, umvafið trjám og öðrum plöntum, rosalega fallegt. Húmanistinn talaði um Robin, hvaða karakter hann bara að geyma.. í raun var verið að fagna lífi hans, ekki syrgja hann sjálfan. Frændi hans sagði einnig nokkur orð og svo söng Svenni bróðir Önnu lagið When I think of Angels eftir K.K.
Dagarnir eftir athöfnina liðu hratt. Við versluðum smá. Ég fékk að upplifa Halloween í fyrsta skipti, svona í alvöru og svo fórum við í Bingó... ég hef aldrei upplifað annað eins, þetta var ekki fyrir neina venjulega einstaklinga... Tölurnar voru lesnar upp svo hratt að maður hafði ekki við að setja stimpilinn í bókina. Speedy Gonzales greinilega fyrirmyndin, ótrúlegt hvernig allt þetta fólk, flestir komnir vel yfir sextugt nær að fylgjast með, ég deplaði auga og missti af þremur tölum og svo var leikurinn búinn og einhver kominn með Bingó... úff.. hver segir svo að Bingó geti ekki verið spennandi. Vinningarnir voru líka ekki af verri endanum, ein og hálf milla í eitt skiptið og við vorum að spila frítt!
Það var sorglegt að kveðja mæðgurnar en ég hugga mig við það að Anna ætlar að koma í heimsókn um jólin og tekur Michael með sér...
Þar til seinna :)
Við mamma flugum út strax daginn eftir, þær í vinnunni voru svo yndislegar og redduðu vöktunum mínum svo ég gæti verið úti sem lengst. Tíminn úti leið hratt, pappírsvinna og undirbúningur fyrir jarðarförin, við hentumst hingað og þangað, það var í nógu að snúast. Jarðaförin var viku eftir andlátið, Robin var ekki trúaður og hafði beðið um að athöfnin myndi vera í umsjón húmanista. Við vorum sótt á eðalvögnum heim til Michael, föður Robins og þaðan var keyrt rólega í átt að líkbrennslunni... hljómar illa en Crematorium, ja .. það er ekki hægt að orða þetta mikið öðruvísi. Húsið er staðsett í miðjum garði, umvafið trjám og öðrum plöntum, rosalega fallegt. Húmanistinn talaði um Robin, hvaða karakter hann bara að geyma.. í raun var verið að fagna lífi hans, ekki syrgja hann sjálfan. Frændi hans sagði einnig nokkur orð og svo söng Svenni bróðir Önnu lagið When I think of Angels eftir K.K.
Dagarnir eftir athöfnina liðu hratt. Við versluðum smá. Ég fékk að upplifa Halloween í fyrsta skipti, svona í alvöru og svo fórum við í Bingó... ég hef aldrei upplifað annað eins, þetta var ekki fyrir neina venjulega einstaklinga... Tölurnar voru lesnar upp svo hratt að maður hafði ekki við að setja stimpilinn í bókina. Speedy Gonzales greinilega fyrirmyndin, ótrúlegt hvernig allt þetta fólk, flestir komnir vel yfir sextugt nær að fylgjast með, ég deplaði auga og missti af þremur tölum og svo var leikurinn búinn og einhver kominn með Bingó... úff.. hver segir svo að Bingó geti ekki verið spennandi. Vinningarnir voru líka ekki af verri endanum, ein og hálf milla í eitt skiptið og við vorum að spila frítt!
Það var sorglegt að kveðja mæðgurnar en ég hugga mig við það að Anna ætlar að koma í heimsókn um jólin og tekur Michael með sér...
Þar til seinna :)
2 Comments:
Kem 20.des!!! Takk fyrir fallegt blogg um Robin minn :*
Anna Panna
By Nafnlaus, at 12:17 e.h.
Ég samhryggist ykkur systrunum.
Þetta hljómar sem mjög falleg útför
By Gerdur Sif, at 9:38 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home