Jólaspilamaraþon
Jú jú, ég ákvað að gerast boðflenna í Jólaspilamaraþoni Garðbæinga í ár, ég var ekki rekin aftur út á óæðri endanum. Spilamennskan stóð frá 21 til 06 daginn eftir, við vorum bara þrjú sem stóðum þá eftir (með naumindum þó). Þynnkan sem mín vaknaði svo með gaf þó til kynna að ráðlegra hefði verið að hætta mun fyrr, en við lærum bara af þessu! Annars er allt mikið að gerast þessa dagana, afmæli, Snúruhittingur, Herfuhittingur, Tarothittingur, áramót, vinna, Auður E. (hún tekur sinn tíma eins og allir þekkja). Jólafríið sem ég fékk var alltof stutt, en ég er þó búin að hafa það rosalega gott. Við vorum bara tvær mæðgurnar á aðfangadagskvöld, dressuðum okkur upp þó það hefði verið freistandi að borða bara á náttbuxunum eins og við höfum gert áður. Eftir mat og pakka kíkti ég upp í Fannó eins og hefðin gerir ráð fyrir, þar söfnuðust einhverjir ættingjar saman og Trivial var dregið upp þrátt fyrir að spilamennskan væri á dagskránni daginn eftir. Ekki stoppaði það fólk í að mæta aftur á Jóladag til að spila meira, en eitt er þó víst, við þurfum að fjárfesta í nýjum spilum því grunur liggur í því að fólk sé farið að þekkja sumar spurningarnar ansi vel. Kaffi, kökur, ég flúði um leið og hangikjötið var dregið upp og við mæðgurnar eyddum restinni af kvöldinu í videógláp og önnur rólegheit. Svona var þetta, alveg yndislegt þó það vantaði mikið að hafa ekki Önnu hjá okkur.
Jæja, vinna búin, meira seinna!
Jæja, vinna búin, meira seinna!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home