Aldan

laugardagur, júlí 31, 2004

Brrrr.... það er kalt hérna inni! En það er víst nauðsynlegt að hafa gluggana opna þar sem nístandi kuldinn heldur manni vakandi! Hlakka ekkert smá til að komast upp í rúm og rotast!

Fengum Ellen og Söruh í mat í gær, faijtas of course hehe, þurfti síðan að vera dónaleg og henda þeim út um hálf tíu þar sem ég þurfti að fara í vinnuna. Þær glóa af hamingju, "the married life" á greinilega á vel við þær!

Ég hata þegar ég er að vinna bíómiða og svo er það bara fyrir einn! Vann bíómiða á I Robot, sem betur fer gerði ég þau mistök ekki að bjóða einhverjum með mér áður en ég fékk miðann í hendurnar! Gerði það einu sinni, never again!

Fór í verslunarleiðangur í gær og keypti mér allar 4 seríurnar af Black Adder ! Er ekkert smá hamingjusöm með það! Sem betur fer kíkti ég í bt áður en ég keypti þetta af netinu, fékk þetta á svipuðu verði og ég hefði annars fengið það! Afmælisgjöfin til sjálfrar mín! hehe ;) maður finnur alltaf einhverja afsökun fyrir svona eyðslu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home