Aldan

miðvikudagur, maí 30, 2007

Maybe I escape to the movies more often than I should!

Miðvikudagsmorgun, sumarfrísdagur númer eitt.
Á dagsskrá:
Ekki neitt :)

Er það ekki þannig sem hlutirnir eiga að vera. Reyndar var á planinu hittingur Álaral en vegna svefnþjálfunar frumburðar millimanneskjunnar þá var því frestað. Með millimanneskjunni meina ég bara Ar-ið í Álaral :) ekkert annað. Reyndar var ég hálf fegin enda er dagskráin búin að vera frekar þétt undanfarna daga. Netverjinn og Flugmaðurinn buðu okkur Hannfríði í mat á laugardagskvöldið og við áttum með þeim skemmtilega kvöldsstund. Á sunnudagskvöldið var svo saumaklúbbur hjá Herfunum og mánudagskvöldinu var eytt hjá Söru og Ellen en sú fyrrnefnda var rétt óflogin til S-Afríku í mánuð. Það er eins og allir séu að yfirgefa landið eða búnir að því, Garðar, Guðrún og Nína eru í Frakklandi sem stendur, allavega voru þau það í gær en ég fékk afar skemmtileg sms og myndir sem sýndu Nínu í "velþekktri"* stellingu með ónefndum barþjóni. Reyndar fékk ég svo líka sms frá Jésúbarninu á Ítalíu en það var ekki eins merkilegt**. Ellen og Gunnhildur fara til Grikklands á föstudag, Arna og Hanna fara til Danaveldis seinna í mánuðinum og svo Flugmaðurinn til Bretlands. Ég, hinsvegar, verð hér heima. Planið í sumarfríinu er eftirfarandi:
Bókasafnsleiðangur,
Buxnakaup,
Ikeaheimsókn,
tiltekt í skápunum.

Já, ekki er þetta merkilegt, við sjáum hvað bíður handan við hornið. Stjörnuspáin mín segir að ég eigi eftir að vera í góðum öndum í dag ("You should be in good spirits all day today"). Kannski er verið að tala vín-anda, maður getur bara vonað það besta en það er víst enginn Garðar á landinu til að taka með mér eitt gott Klefadjamm á virkum degi. Síðasta vaktin er að líða áfram, hægt og rólega. Ristað brauð með banana og kakó gerðu sólarupprásina enn notalegri, það eru litlu hlutirnir sem gera lífið skemmtilegt. Annars held ég að Ávaxtakarfan haldi að það séu eintómir apar að vinna hérna, það eru örugglega fimmtíu bananar inn á eldhúsborði. Ég ætlaði líka eitthvað að tuða yfir fjölbreytingarleysinu hjá þeim þegar ég tók eftir að önnur skál innihélt appelsínur, epli og Papaya... hver borðar Papaya? Er þetta annars Papaya? Hvernig borðar maður Papaya? Hvernig veit maður að þetta sé Papaya en ekki einhver annar forboðinn ávöxtur sem gæti innihaldið einhver ógeðsleg skordýr sem eru búin að verpa eggjum í kjötið og svo borðar maður kjötið og eggin klekjast og skordýrin skríða svo út úr lítilli bólu á kinninni þegar hún springur! Já nei.. ég var bara að velta þessu fyrir mér.

Update: við Ásta ákváðum að prófa ávöxtinn, auðvitað lét ég Ástu um erfiða verkið en hún var örugglega í 5 mínútur að reyna að skera hann niður. Engin skordýr! Við ákváðum að vera einstaklega hugrakkar og smakka þetta.. viðbjóður, ógeðslega súrt og vont :OS Við vitum enn ekki hvort þetta var Papaya eða eitthvað annað, en við munum pottþétt ekki fjárfesta í þessu næst þegar við förum í ávaxtadeildina í Hagkaup! Við erum komnar aftur yfir í bananana.

*já þetta var tilvísun í ákveðinn pistil um Smáralindarbæklinginn ef þið tókuð ekki eftir því.
** þetta var grín Auður mín, slakaðu á, fáðu þér ost og skoðaðu Ikea bæklinginn aftur í þúsundasta skiptið.

2 Comments:

  • iss.. núna er ég svekkt.

    aldrei fæ ég nein sms frá þessum ævintýraförum. hmpf.

    sumarfríið þitt hljómar álíka áhugavert og mitt.

    reyndar bætist við ferð norður til aðstoðar við flutnigna og svo auddað danaferðin. held að hún eigi eftir að verða skrautleg. spurningfum hvort ég og arna lendum í álaborg í stað árósa.

    harðsnuna hanna

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:44 f.h.  

  • Það er ekki hægt að senda þér skemmtileg skilaboð eftir miðnætti þar sem þú ert sofandi á þessum tíma! Næturdrottningin góð er hinsvegar alltaf opin...eða eitthvað :)

    By Blogger Aldan, at 9:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home