Aldan

sunnudagur, maí 20, 2007

Þróun dansins!

Þetta er bara schnilld!

En að öðru, þegar ég sé flöktandi flóðljósin minnir það mig á Josh Groban tónleikana. Sá sem sá um að varpa mynd af honum á breiðtjaldið var greinilega á fimmta glasi. Ekki nóg með að það tók um það bil mínútu að finna gaurinn ef hann ákvað að færa sig, þá var myndavélinni alltaf beint of hátt, of lágt eða of langt til hliðanna. Þetta var mjög spes, en á sama tíma hafði þetta ákveðið skemmtanagildi. Þegar hann gekk upp tröppurnar á sviðinu, fengum við einstaklega fagurt skot af rassinum á honum, hefði nú ekkert á móti að fá að klípa í þær kinnar ;) Skemmtilegast var þó þegar Josh og Fiðluleikarinn voru bæði að leika á sína strengi. Þau stóðu sitthvoru megin á sviðinu, aumingja myndatökumaðurinn átti í smá dilemmu í byrjun að ákveða hvorn aðilann hann ætti að varpa upp á skjáinn, en um leið og hann tók ákvörðun þá leitaði myndavélin að fyrri aðilanum, þetta var eins og að fylgjast með flóðvörpum leita að strokuföngum.. leitaleitaleitaleita (nei sást í hárlufsu og auga), aðeins til baka, FUNDINN! Svo til baka að hinum aðilanum aftur, leitaleitaleitaleita FUNDINN! Mjög skemmtilegt allt saman.

Nei, annars veit ég ekkert afhverju ég er að tjá mig um þetta... :) Þarf að vera tilgangur með ÖLLU??

Veriði sæl að sinni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home