Aldan

föstudagur, maí 18, 2007

Bloggaðu nú krúttið mitt!

Hvernig getur maður annað en bloggað eftir svona sæt tilmæli. Það er svo sem kominn tími á smá blogg, langt síðan síðast.

Það hefur svo sem ekkert merkilegt á mína daga drifið, lífið heldur áfram sinn vanagang. Verkamennirnir eru enn heima en þeir hafa ekkert skandalast síðan þeir tóku niður stillansana, einu samskiptin mín við þá er þegar ég keyri upp brekkuna heima, þeir sitja allir í gámnum sínum og stara á mig í allri minni morgunfegurð um leið og ég renni í hlað. Ég virðist starta vinnudeginum hjá þeim, því þeir gera ekki handtak fyrr en ég er mætt á svæðið. Sígarettugaurinn bíður líka alltaf eftir mér úti til þess eins að geta boðið mér góðan dag þegar ég geng framhjá honum og inn blokkina. Það er hlýlegt að enda daginn/nóttina með því að fá svona móttökunefnd, það væri þó skemmtilegra ef einhver þeirra kæmi með manni í rúmið, en ojæja...

Stundum mæti ég í ræktina, nógu oft til að finnast ég dugleg en ekki nógu oft til að standast kröfur ákveðins einstaklings. En ég er eiginlega hætt að þora að mæta þessa dagana, það virðist alltaf einhver slasast þegar ég er nálægt. Tvo daga í röð voru alvarleg slys á hlaupabrettunum, við getum þó kennt einstaklingunum sjálfum um í þetta skiptið en ekki brettunum. Meðan ég man, þau virka ágætlega sem stendur, rafmagnsleysið er úr sögunni. En já... slysin... í fyrra skiptið var ung stúlka að þykjast vera eitthvað meira en hún í rauninni var, hoppaði af og á hlaupabrettið og skoppaði um eins og hún ætti lífið að leysa. Hefur örugglega verið nýbúin að horfa á Rocky, ég er ekki frá því að nokkur boxarafílingur hafi verið í henni. Það fór ekki betur en svo að hún missti jafnvægið, datt niður á hlaupabrettið, skaust aftur upp í loft og lenti svo aftur niður á hlaupabrettinu og rann svo með því út í vegg! Þar sat hún á meðan hún týndi upp brotið stoltið og fékk u.þ.b. tuttugu af sínum vinkonum til að koma og vorkenna sér, náði sér í klakapoka og fór aftur á hlaupabrettið en gekk þá í rólegheitum meðan vinkonurnar kláruðu sínar æfingar. Hin var starfsmaður sem steig á hlaupabretti í gangi, en hún átti það svo sem líka skilið, var hálf tíkarleg eitthvað. Karma segi ég!
Annars verður maður að passa það sem maður horfir á þegar maður notar þessi blessuðu bretti, ég mætti eitt kvöldið og Will og Grace var á, við vorum 5 eða 6 sem hlóum svo dátt að það lá við slysum. Ekki getur maður heldur horft á þessar dramamyndir sem eru stundum á daginn, tárin eiga það til að renna niður og maður getur fengið straum af þessu blessaða handriði. En nóg um ræktina...

Eurovisionkvöldið var meiriháttar, byrjaði með smá paniki vegna afboðunar bílstjóranna, málinu var reddað, ein frænka úr Hafnarfirði stökk til enda alveg út í hróa að fara að taka strætó á svona degi. Mætti í Eurovision teiti á Melnum á slaginu 19, mér til undrunar var ég þó fyrst á svæðið, næsta kom ekki fyrr en hálftíma seinna.. ég hélt einmitt að markmið svona Eurovision teita væri að horfa á keppnina sjálfa. En hvað um það, ég var í góðum félagsskap, fékk besta sætið og snakkskálin var mín. Síðan bættist nú eitthvað í gleðskapinn og ég verð nú að segja að þetta var ansi skemmtilegt í lokin, fólk var svolítið æst og ég er ekki frá því að ég sé enn að ná heyrninni aftur eftir öll ópin. Eurosafndiskur á fóninn, dreipt á þurrum Martini og fylgst með tölum úr kosningunni á meðan deilt var um hvort víbradorinn væri kraftmeiri, H. eða Ö.! Jájá, ljómandi skemmtilegt allt saman ;) Þurfti því miður að yfirgefa veisluna enda beið mín önnur handan við hornið, já eða nokkur. Mínar ástkæru E. og S. voru að halda upp á afmælið sitt og gerðu það með glæsibrag á K. Roma, þar voru samankomin hin ýmsu þjóðarbrot sem merkilegt nokk voru líka að fylgjast með kosningatölunum. Ég hafði tekið með mér hjálpartækjaumræðuna og myndirnar sem höfðu verið teknar úr fyrri partíinu vöktu mikla lukku. Við sátum og spjölluðum fram undir morgun, þýddum allan merkimiðann á Jagermeisterflöskunni minni auk þess sem við ræddum um bruggun bjórs á meðan stjórnin hélt og féll. Ákveðið var svo að endurtaka leikinn mjög fljótlega.

Himinguðunum virtust vera vel við mig þennan dag en þegar ég gekk út úr húsi til að fara og kjósa (var greinilega að fara að kjósa rétt!), þá beið mín svaka glaðningur í póstkassanum, einn frændi minn hafði séð aumkur á mér og hafði stungið þar, ekki einum heldur tveimur miðum á Josh Groban tónleikana. Skemmtilega við þetta var að þeir (tónleikarnir) voru á eina fríkvöldinu mínu í vikunni. Ég hafði sjálf ekki tímt því að fara enda kostuðu miðarnir "an arm and a leg" eða heilan handlegg og fótlegg á góðri íslensku, en vá hvað ég hefði misst af miklu. Þessir tónleikar voru hreint út sagt frábærir. Ekki nóg með að röddin á drengnum er himnasending, þvílík stjórn sem hann hefur á henni, en þá er hann bara svo helv#&% sætur og skemmtilegur líka! Fékk líka þessi fínu sæti, sá yfir allt og drengurinn blasti við mér beint af augum næstu hele tiden, akkurat fyrir miðju. Já, töfrum líkast.. ætlaði varla að trúa því samt þegar fiðluleikarinn tók Come With Me, svoldið spes... þekki það bara í höndum P. Diddy eða hvað sem hann kallar sig í dag, þarf að finna Led Zeppelin útgáfuna svo ég virki meira hipp og kúl. Ég fatta annars ekki málið með þetta You Raise Me Up kjaftæði, að það sé eitthvað svipað laginu Söknuður eftir Jóhann Helgason... þarf að skoða það mál aðeins betur áður en ég felli dóm.

Ég held þetta sé orðið gott í bili... þar til næst :)

6 Comments:

  • Þú ættir nú bara að bjóða einum verkamanninum upp í morgunkaffi...:o
    haha ja það er eins gott að passa sig á hlaupabrettinu þegar verið er að horfa a grín í TV-inu úpps
    Já frétti af skrautlegum umræðum á laugardaginn og mynd sem lenti "óvart" á netinu segir ýmislegt hehehe
    Jagemester ertu komin í það???
    kv. Ábe

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:12 f.h.  

  • Já, það er alltaf verið að tuða í mér út af þessum blessaða Snúrusnafs, það getur enginn kallað Jagermeisterinn Fellaskóladrykk ;) enginn trópí, nema þegar þú notar hann sem Can Opener! Já.. svo er ég líka sjálf með nokkrar góðar myndir frá þessu kvöldi, alltaf gott að eiga eitthvað í bakhöndinni fyrir framtíðina ;)

    By Blogger Aldan, at 6:15 f.h.  

  • ó sjitt. ekki man ég eftir að þu værir að taka myndir

    hlk

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:49 f.h.  

  • ójú, á t.d. eina góða þar sem þú ert að veita þér sjálfri andlitsnudd með ákveðnum hlut, nei bíddu hlut? ;) þú varst að nudda báðar kinnarnar í einu ;)

    By Blogger Aldan, at 4:38 e.h.  

  • Þetta var stór-skemmtilegt blogg!

    Hló nokkrum sinnum upphátt! :)

    Go girl...

    Kveðja,
    Magga

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:20 e.h.  

  • já gaman að fá loksins að lesa blogg frá þér : )

    KEep up the good work, baby!

    Sólveig.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home