Aldan

föstudagur, maí 25, 2007

Hiti

Allar konur upplifa tímabil í sínu lífi þegar ákveðnum þörfum verður að fullnægja. Þessi tímabil eru mislöng og misjafnt hversu djúpt er sokkið. Það vita allar konur hvað ég er að tala um. Hendurnar verða þvalar, hjartslátturinn aðeins örari en vanalega, nasirnar þenjast út, sjáaldur augnanna stækka og ennið verður glansandi. Eina lækningin er að fullnægja þörfinni, það er ekkert annað til í stöðunni.

Núna í kvöld finn ég að hitinn er að koma yfir mig...

Karlmenn eiga það jafnvel til að líkja þessum sótthita við æði!
Já, ég er að tala um kaupæði! Ég veit ekki hvaða gen sér um þessa áráttu kvenna til t.d. skó- og töskukaupa en ég er viss um að hann Kári eigi nú eftir að finna það og einangra, jafnvel útrýma ef hann fær tækifæri til.

Í kvöld beinist athyglin að bókum, asnaðist til að ramba inn á Amazon (ég mun aldrei viðurkenna það fyrir almenning að það var af ásettu ráði!). Ég verð að segja það, að ég hef einstaklega gaman af For Dummies bókunum, kannski er ástæðan afar augljós, kannski ekki. Þegar ég var komin með tíu bækur á listann minn og var eitthvað að tjá mig um það við vinkonu mína og Jesúbarnið hana Auði, þá segir hún við mig: þú getur náð í þessar bækur á netinu. Hvar er fjörið við það? Ég er gamaldags, ég elska bækur. Ég elska að fletta bókum, þreifa á síðunum, finna lyktina (ég er ekki að tala um bókasafnsbækur.. maður veit aldrei hvar þær hafa verið :oS ) Það er ekkert skemmtilegt að scrolla niður síðu eftir síðu. Ekki getur maður legið í baði með fartölvuna án þess að eiga í hættu að eitthvað skemmist, eða ef maður er með lélega rafhlöðu - í beinni lífshættu. Maður getur heldur ekki setið í rólegheitum upp í rúmi nema eiga í hættu að það kvikni í manni vegna gallaðrar rafhlöðu. Neinei, frekar vil ég eiga bækurnar á pappír heldur en tölvutæku formi, hverjum er ekki sama um nokkra skóga eða tíu tonna kassa í flutningum - upp og niður af fjórðu hæð með bilaða lyftu og hverjum er ekki sama um eldhættuna sem skapast af öllu pappírsflóðinu sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina! Bækur án blaða eru eins og tannburstar án hára eða harðfiskur án trópís! Ég kýs bækur! Bækur, já takk :)

p.s. ég ætti kannski að íhuga að fjárfesta í "Blogging for Dummies" ;)

3 Comments:

  • hahaha...

    ...þetta var góð færsla...

    ...hélt reyndar fyrst að þú værir að lýsa annarri þörf... ;)

    Kv.
    Magga

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:12 e.h.  

  • p.s. elska líka bækur - Magga

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:12 e.h.  

  • Trópí og Harðfiskur What er það góð samsetning??? Ja góð færsla hahaha helt sama og Magga það væri e-ð mikið í vændum hehe var orðin mega spennt;)
    kv.Arhus

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home