Leikir
Ég sakna sumarkvölda sem eytt var úti við í leikjum af ýmsu tagi. Ég sakna leikjanna, krakkanna og andrúmsloftsins sem skapaðist við þessar aðstæður. Brennó, fallin spýta, feluleikur, snú-snú, teygjó, eitur í flösku, verpa eggjum, allt eru þetta leikir sem maður kunni og bara við það að heyra þessi nöfn þá streyma minningarnar fram þó ég geti ekki sagt að ég muni reglurnar lengur enda breyttust þær dag frá degi. Því getur maður ekki orðið ungur aftur og leikið sér? Leika krakkar sér svona nú til dags? Ég man ekki til þess að ég hafi séð nokkurn krakka að leika sér úti við í fjölda ára, annað hvort er þetta lið inni í tölvuleikjum eða safnast saman á Hlemmi og gera einhvern óskunda. Ég segi það ekki, ég eyddi dágóðum tíma í Gameboy tölvunni sem ég lét móður vinkonu minnar kaupa í einni af sínum tíðu utanlandsferðum, en ég lék mér þó úti við þegar það var einhver úti til að leika sér við. Mesti spenningurinn var að vera úti eftir að það byrjaði að dimma, það fækkaði sífellt í hópnum og þó að enginn vildi í rauninni fara inn þá var víst ekki hægt að komast hjá köllum foreldra eða forráðamanna sem byrjuðu blítt en um leið og "tónninn" var kominn, þá var best að halda heim. Ég sjálf hafði í rauninni aldrei neinn sérstakan útivistartíma, ég fór bara heim þegar hinir fóru heim. Það var ósjaldan sem ég og vinkona mín fengum að horfa á myndir til miðnættis um helgar heima hjá henni, oftar en ekki voru þetta hryllingsmyndir og svo þurfti ég að hringja í afa til að fylgjast með mér af svaladyrunum á meðan ég labbaði heim, þar sem hún bjó í húsinu á móti. Aldrei hljóp ég hraðar upp tröppurnar á Grandanum en í þessi skipti, samt endurtók maður þetta aftur og aftur, helgi eftir helgi, þetta þótti svo mikið sport.
En já, ég er búin að tjá mig.. :) Ég sakna þessara hluta :)
En já, ég er búin að tjá mig.. :) Ég sakna þessara hluta :)
2 Comments:
Já ég er alveg sammála. Those were the good old days.
Ég var svo heppin að búa í hverfi þar sem bjuggu fullt af krökkum á svipuðum aldri og á góðum sumarkvöldum var allt liðið ræst út til að fara í baseball (með reglum Garðbæinga). Þeir sem áttu, mættu með heimatilbúnar kylfur og svo var leikið sér langt fram á kvöld. Ég man einu sinni eftir því að faðir minn þurfti að kalla á mig 10 sinnum inn í mat og síðasta kallið var ansi pirrað.
Þú sérð varla krakka í dag í snú snú, brennó, skotbolta, eina krónu eða öðrum þvíumlíum leikjum. Það er synd.
HLK
By Nafnlaus, at 8:45 f.h.
Ég var reyndar úti í BNA á þeim tíma þegar allir voru í leikjum á kvöldin og missti því af þessu...
Það er ekki að sjá að börn nú til dags leiki sér með þessum hætti, a.m.k. ekki systir mín og félagar. Nú á tímum er það bara tölvan og tv-ið! ;)
Kveðja,
Magga
By Nafnlaus, at 2:33 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home