Aldan

föstudagur, desember 15, 2006

ÉG er ekki búin að þrífa fyrir, ég er ekki búin að baka, ég er ekki búin að kaupa nema lítið brot af jólagjöfunum, ég er ekki búin að setja jólakortin í póst, þetta gæti skýrt afhverju ég er ekki komin í neinn jólafíling!

Ég er hins vegar búin að klára Sushi for beginners (alveg ágætis bók) og byrjuð á Eminem... nei djók (ég er löngu búin með hana, hahaha), ég er búin að rífa af mér allar gelneglurnar og ég er búin að eyða allt of löngum tíma að setja inn brandara á myspace síður :0S Það er ekkert skrýtið að mér verður ekkert úr verki!

Ég sé eftir því núna að hafa ekki byrjað að kaupa jólagjafirnar í júlí, það er hrein geðveiki að fara í búðir núna. Man það á næsta ári... byrja snemma... byrja snemma...

Anna mín kemur á sunnudag, það verður æðislegt að fá hana þó hún stoppi stutt, svo kemur Auður mín sama dag og Anna fer heim aftur, allt vel planað hjá þessum dúllum! Annars fengum við mæðgurnar stórskemmtilegar fréttir í gær, verð að bíða þar til allt er orðið opinbert til að tjá mig meira um þær :)

Já og svo má ekki gleyma að minnast á að Ingólfur frændi eignaðist litla tátu um daginn sem fékk nafnið Snædís, til hamingju með það :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home