Aldan

miðvikudagur, desember 13, 2006

Almenningur

Fyrst ég er á annað borð byrjuð að tjá mig, því þá að hætta.

Ég var í ræktinni um daginn, á göngubrettinu með nýja iPodinn minn í eyrunum og var að horfa á einhvern gamanþátt í sjónvarpinu, sem sagt bara í góðum málum. Haldiði ekki að kellingin á stigaþjálfaranum fyrir framan mig hafi ekki rekið svona illilega við, ég ældi næstum því á gólfið :oS Ef þú finnur það koma... stígðu þá afsíðis!!

Annað mál á svipuðum nótum, ég þurfti að bregða mér afsíðis í dag á meðan búðarrápi mínu stóð. Ég var stödd nálægt Hagkaup í Skeifunni svo ég dreif mig þangað inn, þvílíkt og annað eins :Os gólfið var allt útmigið og lyktin þarna inni.. það fer um mig hrollur þegar ég hugsa um þetta. Þetta minnti mig smá á klósettin á flugvellinum á Barcelona, þau voru viðbjóður, öll út í brunablettum eftir sígarettur og annað ógeð. Klósettið á Burger King nálægt Oxford Street í London á þó heiðurinn sem versta klósett sem ég hef nokkurn tímann þurft að nota. Ég man ekki hvort ég hef tjáð mig um það á svona opinberum miðli áður, en það var hinn versti viðbjóður sem ég hef á ævi minni kynnst. Ef ég hefði ekki verið í svona sárri neyð þá hefði ég komið mér þaðan út hið fyrsta. Hurðin var hálfbrotin og þung og skelltist aftur, ég hélt ég myndi nú ekki komast þaðan út aftur án þess að fá hjálp frá utanaðkomandi. Veggirnir voru líka brotnir og allt skítugt. Vaskurinn var brotinn og lak og klósettið hálf bilað. Ég þorði ekki að koma við neitt án þess að nota tonn af pappír til að hlífa við smiti af öllum sóttum heimsins sem ég trúði að gátu verið samankomnar þarna inni. Þetta leit út eins og lítið útskot frá helvíti. Ekki var hægt að þvo sér þarna inni svo að ég þurfti að fara inn á karlaklósettið til að ljúka verkinu, það var verra :oS Það var ekki fræðilegur að ég myndi kaupa mér eitthvað að borða á þessum stað eftir að hafa séð útganginn á klósettinu. Ég finn fyrir klígju þegar ég hugsa um þetta. Netverjinn upplifði víst eitthvað svipað á Boombay veitingastaðnum, en maður býst svo sem ekki við meiru af veitingastað sem hendir hænunni fullklæddri út í pottinn.

En svo ég endi þetta á jákvæðum nótum, klósettin í Mall of America fá toppskor hjá mér enda er allt gott í minni Ameríku :)

1 Comments:

  • Oj, man nú eftir klósettunum í NYC. Þau voru nú eins misjöfn og þau voru mörg. Sum alveg viðbjóðsleg - síðan þá hef ég reynt að forðast almenningsklósett enda er ég með bakteríuphobiu á háu stigi! ;)

    Kveðja,
    Magga

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home