ÁÁÁ I ! Fór til tannlæknis í morgun... eftir einstaklega lítinn svefn þar sem allir eru að hringja í mig út af bókum sem er að selja á Kassi.is... varð ekkert smá ánægð þegar hún spurði hvað ég vildi horfa á.. sá fram á þægilegan hálftíma með Vinum... svo byrjaði hún að deyfa mig.. ég hrökk svakalega við í fyrstu... hún var með eitthvað nýtt tæki og bragðið sem kom... HRYLLINGUR! Svo byrjaði ég öll að dofna, þegar kokið var byrjað að dofna fór ég að verða verulega hrædd... eftir nokkrar stunur fór tannsi að taka eftir því að eitthvað var að og náði í sogtæki og fór ég þá að ná andanum aftur.... mér varð hugsað til Final Destination 2 (ef þið munið eftir tannlæknaatriðinu þar sem fiskurinn er ofan í kokinu á honum... mér leið þannig!)! Gat ekki notið þáttarins.. sem sakaði ekki mikið þar sem ég hafði horft á hann svo oft áður! Fyrir þessa heimsókn þurfti ég að borga heilar 7 þúsund krónur... fór síðan niður í bókabúðina og gerði mig örugglega að fífli fyrir framan sæta bókabúðarstrákinn þar sem kokið var enn sofandi og ég var að reyna tjá mig! Keypti mér skóladagbók fyri 800 kr! Algjört rán.. en kemur mér vonandi í skólafílinginn!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home