Aldan

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Jæja.. það er kominn skólafiðringur í mig :O) byrja strax eftir helgina.. kynningarfundur á laugardaginn! Vona að þetta verði eitthvað áhugavert! Er þegar búin að kaupa skólabækurnar.. allavega flestar... hlakka svo til á föstudag að fara að kaupa ritföng og annan óþarfa sem ég gæti þess vegna grafið upp úr einhverri skúffunni hjá mér.. en NEI þetta verður að vera nýtt.. annars er ekkert gaman! Verst að ég get ekki krafið foreldra mína um nýja skólatösku! O jæja.. þær gömlu verða að duga.. já þær, ekki sú.. því ég er töskuóð.. á alveg fullt af töskum.. örugglega vegna maníu minnar um að ferðast eitthvert, og líka það að ég er alltaf með svo mikið dót á mér þótt ég sé nú ekki að fara nema bara rétt niður í bæ! Er reyndar að minnka það, er með aukaföt og annað hjá múttu.. og í vinnunni... nú þarf ég bara að biðja frænda minn vestur í bæ um eina skúffu eða svo og þá er ég með alla borgina! Ekki meir en 5 mínútur í næsta hreina sokk!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home