Aldan

laugardagur, ágúst 23, 2003

Alveg týpískt.. ég er í pásu og er að slappa af... og hvað gerist.. nú bara jarðskjálfti!!! Minnti mig soldið á 17 júní 2000 þegar ég var einnig í vinnunni.. haldið þið að þetta sé tilviljun... nei ég held ekki!! Ég var alveg í sjokki.. reif mig upp úr sófanum.. greip dauðahaldi í töskuna mína og hljóp næstum öskrandi fram: FUNDUÐ ÞIÐ ÞETTA! Allir í sjokki... allir að hringja.... maður verður alltaf svo skíthræddur! Var voða dugleg og hringdi í veðurstofuna í Keflavík þar sem ekki náðist í Reykjavík.. hann gat ekkert sagt.. hringdi svo í almannavarnir þar sem ég fékk þær upplýsingar að skjálftinn hefði átt upptök á Krýsuvíkursvæðinu og verið heilir 4,9 á Richter skalanum! Byrjaði svo að hjálpa stelpunum að svara vegna álagsins sem myndaðist og fannst ég voða merkilegt að geta sagt fólkinu einhverjar fréttir! Ótrúlegt hvað maður verður fréttasjúkur á svona stundum... hef fylgst með mbl.is og vedur.is í alla nótt, útvarpið hefur verið í gangi og ég kippist til við hverja hreyfingu! Lífið alveg gasalega spennandi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home