Aldan

laugardagur, desember 07, 2002

Fór á Harry Potter um daginn.... mér finnst Ron Weasley höfða miklu betur til mín.. hann er svo mikill klaufi og aulalegur að hann minnir mig á mig, ekki það að hann sé neitt sérstaklega mín týpa, en hver er mín týpa? Ég heillast af sófaklessum sem horfa á íþróttir allan daginn og gamanþætti á kvöldin, listrænum týpum sem ganga í svörtum fötum, framamönnum sem leggja allt í sölurnar fyrir peninga og vald! Ég held ég eigi enga sérstaka týpu þegar ég hugsa nánar um þetta! Bara það sem hentar þá stundina, tvennt fíla ég ekki við karlmenn og það er sítt hár og stórt egó.... það fer mest í taugarnar á mér! Allt í lagi að hafa smá egó en þegar byrjar að flæða út fyrir þarf að skrúfa fyrir ef þið skiljið hvað ég meina ;) Og ég HATA sítt hár á karlmönnum.. flott að sjá það, sérstaklega á latínó en ég bara get ekki kysst einhvern sem er með lengra hár en ég! Ekki lengur allavega sko ;) Ok.. þegar ég hugsa um þetta þá er þetta kannski ekki svo stórt vandamál en maðurinn þarf að vera verulega sérstakur til að mega vera með hár niður fyrir eyru... kannski er það þessvegna ég laðast svona að hermönnum og sköllum ;) Ehemm..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home